Lokað verður á Héraðsskjalasafni Austfirðinga, eftir hádegið föstudaginn 6. maí, vegna vorferðar starfsfólks Safnahússins.
Sú hefð hefur skapast að stofnanirnar í Safnahúsinu, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa, sameinast um vorferð þar sem starfsfólk fer og kynnir sér starfsemi annarra stofnana, sýningar eða menningartengda starfsemi, ásamt því að fagna vorkomunni.
Héraðsskjalasafnið verður því aðeins opið frá klukkan 9:30 til 12:30 þennan dag. Þá verður einnig lokað á Bókasafni Héraðsbúa og Minjasafni Austurlands af sömu ástæðu.