Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Hollvinasamtök Þjóðskjalasafns Íslands

Hollvinasamtök Þjóðskjalasafns Íslands voru formlega stofnuð á hátíðarfundi Þjóðskjalasafnsins sem haldinn var 4. apríl sl. í tilefni af 140 ára afmæli safnsins.

Í lögum samtakanna segir að þau eigi;

• að vera vettvangur fyrir sjálfboðaliðastörf í tengslum við verkefni safnsins
• að styðja við verkefni á vegum safnsins, m.a. söfnun skjala frá einkaaðilum
• að stuðla að úrbótum í varðveislu skjala með bættum húsakosti og búnaði
• að bæta aðgengi almennings að safnkosti á lestrarsal og með fjarmiðlun
• að hvetja til rannsókna og samstarfs við aðrar stofnanir, fyrirtæki og háskóla
• að hafa gott samband við önnur skjalasöfn og hliðstæð samtök

Megintilgangur samtakanna er að kynna starfsemi Þjóðskjalasafnsins, treysta tengsl almennings við safnið og auka skilning á mikilvægi varðveislu heimilda um stjórnskipan, stjórnsýslu, borgaraleg réttindi og sögu íslensku þjóðarinnar.

Hollvinasamtökin eru opin öllum og munu í haust hefja starfsemi sína við að standa að upplýsandi viðburðum og fræðslu um málefni tengd safninu. Hægt er að skrá sig í Hollvinasamtökin með að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Stjórn Hollvinasamtakanna skipa; Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður, Guðjón Friðriksson varaformaður, Jóhanna Gunnlaugsdóttir ritari, Magnús Karel Hannesson og Sigrún Magnúsdóttir meðstjórnendur. Varamenn eru Mörður Árnason og Ólöf Garðarsdóttir.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022