Í þessari viku og næstu verða frávik frá auglýstum opnunartíma Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
Föstudaginn 30. september opnar safnið kl. 13 vegna samráðsfundar bókasafna á Austurlandi með Landskerfi bókasafna.
Þá mun verða lokað á safninu dagana 6. og 7. október en þá mun starfsfólk safnsins sækja haustráðstefnu Félags héraðsskjalavarða á Íslandi, sem haldin verður á Dalvík.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.