Bókavakan – Austfirsk útgáfa í öndvegi verður haldin í Safnahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 11. desember kl. 17:00-19:00. Kynntar verða nýútgefnar austfirskar bækur, lesið úr þeim og sagt frá útgáfu þeirra.
Bókavakan – Austfirsk útgáfa í öndvegi verður haldin í Safnahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 11. desember kl. 17:00-19:00. Kynntar verða nýútgefnar austfirskar bækur, lesið úr þeim og sagt frá útgáfu þeirra.
Föstudaginn 24. október kl. 16 verður opnuð ljósmyndasýning í anddyri Héraðsskjalasafns. Sýningin fjallar um ævi og störf fjórtán kvenna sem lærðu ljósmyndun og störfuðu á ljósmyndastofum á Austurlandi árin 1871-1944.
Í lögunum eru skýrari skilgreiningar á hverjir eru afhendingarskyldir aðilar og hverjar eru skyldur þeirra varðandi skjalavörslu og skjalastjórn. Þar er einnig fjallað um rétt almennings til aðgangs að skjölum í opinberum skjalasöfnum.
Komu lyftunnar í Safnahúsið verður fagnað formlega með kaffi, köku, ræðuhöldum og söng á Bókasafni Héraðsbúa fimmtudaginn 3. apríl kl. 17:00. Í tilefni dagsins verður Héraðsskjalasafnið opið til kl. 18.
Austfirsk útgáfa verður í öndvegi á bókavöku í safnahúsi sem hefst kl. 17 fimmtudaginn 5. desember. Nokkur ljóðskáld mæta og lesa úr bókum sínum en aðrir lesarar sjá um þá sem sjá sér ekki fært að mæta.
Árleg Bókavaka Safnahússins verður haldin fimmtudaginn 29. nóvember og hefst hún kl. 17:00. Að venju verður áherslan á austfirska útgáfu og bækur eftir höfundar sem búsettir eru í fjórðungnum. Eftirtaldir höfundar munu lesa úr verkum sínum: Steinunn Kristjánsdóttir (Sagan af klaustrinu á Skriðu), Vilhjálmur Hjálmarsson (Glettur og gamanmál), Unnur Birna Karlsdóttir (Það kemur alltaf nýr dagur), Helgi Hallgrímsson (Leiðarljós. Minningarrit um Laufeyju Ólafsdóttur) og Sigrún Björgvinsdóttir (Handan við ljóshraðann).
Dagar myrkurs verða haldnir á Austurlandi dagana 1.-11. nóvember nk. Framlag Safnahússins til þessa viðburðar verður myndasýning sem ber yfirskriftina Þekkir þú myndina? Myndirnar á sýningunni (sem er í powerpoint-formi) eru frá ýmsum tímum en hluti þeirra sýnir óþekkt fólk og/eða staði. Gestum mun gefast færi á að koma á framfæri upplýsingum um myndirnar. Sýningin verður mánudagskvöldið 5. nóvember í Hlymsdölum (Miðvangi 6 á Egilsstöðum) og hefst hún kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Sýningarferðin Austfirsk menning í ljósmyndum heldur áfram, en markmið verkefnisins er að fara með sérsniðnar myndasýningar til byggðarlaga á starfssvæði safnsins. Næstkomandi miðvikudagskvöld (10. október ) verður sýning í Fjarðarborg á Borgarfirði og kvöldið eftir (11. október) verður sýning í Végarði í Fljótsdal. Báðar sýningarnar hefjast kl. 20:00.
Við úthlutun styrkja Menningarráðs Austurlands fyrr á þessu ári fékk Héraðsskjalasafn Austfirðinga fjárstyrk til verkefnisins Austfirsk menning í ljósmyndum. Markmið verkefnisins er að fara með sérsniðnar ljósmyndasýningar til byggðarlaga á starfssvæði safnsins. Nú er komið að Breiðdal og Stöðvarfirði. Miðvikudagskvöldið 3. október verður sýning í Kaupfjelaginu á Breiðdalsvík og hefst hún kl. 20:00.
Í þessari sumarsýningu, hér á heimasíðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga, kennir ýmissra grasa og eru myndirnar, sem teknar eru á árabilinu 1950-2000, komnar víða að. Nokkrar eru úr stærri söfnum sem hér eru til varðveislu, þ.e. safni vikublaðsins Austra og söfnum blaðamannanna Önnu Ingólfsdóttur og Sigurðar Aðalsteinssonar. Aðrar koma úr einkasöfnum sem Ljósmyndasafnið hefur fengið til varðveislu.
Minjasafn Austurlands í samstarfi við austfirskt hannyrðafólk, Héraðsskjalasafnið o.fl. opnar á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 13:00 sýninguna Kraftaverk austfirskra kvenna sýna tíma tvenna. Sýningin er sumarsýning Minjasafnsins og mun hún standa fram á haust.
Frá og með nýliðnum áramótum skerðist opnunartími Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Opnunartími safnsins verður framvegis frá kl. 12:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga. Lokað verður á föstudögum. Þessi breyting er tilkomin vegna samdráttar í rekstri safnsins.
Hin árlega Bókavaka Safnahússins verður fimmtudagskvöldið 1. desember nk. og hefst kl. 20:30.
Að venju verður austfirsk útgáfa í öndvegi. Fimm höfundar munu koma og lesa úr verkum sínum. Kynnir á Bókavökunni verður Arndís Þorvaldsdóttir.
Óþekktar myndir í Hlymsdölum fimmtudagskvöldið 10. nóvember. Fólk er hvatt til að mæta á þessa skemmtilegu sýningu og leggja sitt af mörkum til upplýsinga um myndirnar sem sýndar verða.
Samkvæmt venju verða engar sumarlokanir hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga heldur verður safnið opið í sumar alla virka daga frá kl. 12-18.
Safnið er lokað á skírdag/sumardaginn fyrsta, föstudaginn langa og annan í páskum. Við opnum aftur eftir páskaleyfi þriðjudaginn 26. apríl.
Sýningin ENDURFUNDIR stóð í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands 2009-2010 og fjallaði um fornleifarannsóknir sem Kristnihátíðarsjóður styrkti árin 2001–2005. Á sýningunni var fjallað um rannsóknir á Gásum, Hólum, Keldudal, Kirkjubæjarklaustri, Reykholti, Skálholti, Skriðuklaustri og á Þingvöllum.
Skriðuklausturshluta sýningarinnar er nú búið að setja upp í Minjasafni Austurlands og formleg opnun verður laugardaginn 16. apríl kl. 13:00. Kaþólski presturinn Pétur Kovácik mun syngja tíðabænir og Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur flytur erindi um rannsóknina.
Páskaföndur verður í boði eins og fyrri ár og ásamt þjóðlegum veitingum.
Allir velkomnir og frítt inn að vanda.
Starfsfólk Héraðsskjalasafns Austfirðinga óskar íbúum Austurlands gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.
Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.