Fimmtudagskvöldið 2. desember nk. verður hin árlega Bókavaka haldin í Safnahúsinu og hefst hún kl. 20:30. Að venju verður áherslan lögð á austfirska útgáfu og munu nýútgefnar austfirskar bækur verða kynntar með upplestri og frásögnum af útgáfu þeirra. Sex bækur verða kynntar sérstaklega og munu höfundar eða aðstandendur þeirra verða á staðnum og kynna sínar bækur.