Atvinna á sjó og landi
Nr. 1
Mynd frá Vopnafirði. Konan á myndinni er Rannveig Benjamínsdóttir kona Sveins Sveinssonar í Tungu. Óvíst er hver karlinn er. Myndin er líklega tekin árið 1946, en uppi á hæðinni má sjá Nýjabæ í byggingu. Ólafur Antonsson byggði það hús á árunum 1946-1949. Bensíndælan á myndinni var sú fyrsta í bænum. Hún var frá British Petroleum (BP), en vék síðan fyrir dælu frá Esso Olíufélaginu hf. sem var stofnað árið 1946. Bak við dæluna má sjá fyrsta tractor Búnaðarfélags Vopnafjarðar. Húsið í baksýn er nú nr. 3 við Hafnarbyggð, það heitir Glæsibær. Halldór K. Halldórsson telur húsið vera byggt árið 1905 af Einari Th. Hallgrímssyni kaupmanni, en hann verslaði á efri hæðinni. Síðar komst húsið í eigu Carls Jensen og þar á eftir í eigu Ólafs Halldórssonar. Myndin er frá Þórhalli Árnasyni. Ljósmyndari: óþekktur.
Nr. 2
Byggingafélagið Brúnás starfaði lengi og var um tíma elsta verktakafyrirtæki á landinu. Myndin er tekin seint á 8. áratugnum á trésmíðaverkstæði félagsins. Á henni eru, talið frá vinstri: Magnús Hjálmarsson, Árni Hannesson og Snjólfur Björgvinsson. Ljósmyndari: Auðunn Einarsson.
Nr. 3
Prjónastofan Dyngja á Egilsstöðum var um tíma blómstrandi fyrirtæki sem seldi, m.a. Rússum, skjólgóðan fatnað úr íslenskri ull. Fremst á mynd situr Aðalheiður Ólafsdóttir við sauma. Myndin er tekin seint á 8. áratugnum. Ljósmynd: Auðunn Einarsson.
Nr. 4
Björg Jónasdóttir við störf í Dyngju. Tökuár er ekki á hreinu og ekki vitað hver var að baki myndavélinni.
Nr. 5
Saumakonur við störf í Dyngju árið 1977. Frá vinstri: Jóhanna Guðný Arngrímsdóttir, Borgarfirði, Elísabet Ólafsdóttir, Borgarfirði. Bakvið konuna sem snýr baki í myndasmiðinn glittir í Sigurlaugu Elíesersdóttur. Vigfús Eiríksson gengur frá framleiðslunni í kassa. Ljósmyndari er óþekktur.
Nr. 6
Flugfélag Austurlands var um árabil með áætlunarferðir til Borgarfjarðar eystra. Hér eru Hannes Eyjólfsson og Hallgrímur Vigfússon framan við flugafgreiðsluna. Tökuár óvisst og ljósmyndari óþekktur.
Nr. 7
Borgarfjörður eystri. Vigfús Helgason hákarlaveiðimaður tekur við póstpokanum, nær stendur Björn Aðalsteinsson. Maðurinn í dyrunum er flugmaður vélarinnar, Brynjólfur Sigbjörnsson, sem ku nú vera flugmaður hjá flugfélaginu Atlanta.Tökuár óvisst og ljósmyndari óþekktur.
Nr. 8
Farkostur „Flausturs“ á flugvellinum á Borgarfirði, umgjörðin er glæsilegt landslag í vetrarbúningi. Tökuár óvisst og ljósmyndari óþekktur.
Nr. 9
Flugvöllurinn á Borgarfirði. Björn Bjargsteinsson (betur þekktur sem Baugi) er sestur í farþegasætið. Maðurinn að baki honum er flugmaðurinn, Brynjólfur Sigbjörnsson. Tökuár óvisst og ljósmyndari óþekktur.
Nr. 13
Stúdentafélag Austurlands á aðalfundi í Mörkinni á Hallormsstað árið 1966. Á myndinni eru þekktir: Sigurður Blöndal (annar frá vinstri), Einar Þór Þorsteinsson (með dökk sólgleraugu), Helgi Hallgrímsson (?), Kristinn Júlíusson, útibússtjóri Landsbankans á Eskifirði (með hattinn), Axel V. Tulinius, sýslumaður S-Múlasýslu, og Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri (lengst til hægri). Ljósmyndari: óþekktur.
Nr. 14
Göngugarpurinn Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið í svokallaðri Sólheimagöngu sumarið 1985. Hér er hann staddur á Egilsstöðum. Myndasafn Gálgáss. Ljósmyndari: Jón Ingi Sigurbjörnsson.
Nr. 15
Mörg loðdýrabú voru í rekstri á Austurlandi á 8. og 9. áratugnum. Hér gefur að líta Karl Jóhannsson á Þrándarstöðum með glæsilegan ref. Myndin sem er tekin 1986 er úr Ljósmyndasafni Austra. Ljósmyndari: óþekktur.
Nr. 16
Þorrablótinn eru árvissar skemmtanir á Austurlandi og hefur hver staður sín sérkenni í veisluhöldunum. Af þorrablótum á Borgarfirði eystra fer mikið orð. Á þessari mynd er það einmitt þorrablótsnefndin 1992 sem hefur stigið á stokk tilbúin í slaginn. Frá vinstri: Georg Marteinsson, Óli Jóhannsson, Kjartan Ólason, Jón Ólafsson, Björn Skúlason, Anna May Carlsson, Sólrún Björk Valdimarsdóttir, Björg Aðalsteinsdóttir, Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir, Ólafur Arnar Hallgrímsson, Sesselja Einarsdóttir, Matthildur Erla Þórðardóttir, Andrés Björnsson, Erla Sigurðardóttir. Myndina tók Pétur Eiðsson og er hún úr myndasafni Gálgáss.
Nr. 17
Borgfirðingarnir Andrés Hjaltason og Bjarni Sveinsson á sjó. Myndin er úr myndasafni Gálgáss. Ljósmyndari: Pétur Eiðsson.
Nr. 23
Kaffipása í frystihúsi Tanga hf. á Vopnafirði. Á myndinni sjást m.a. Hanna Stína, Þórhildur, Halla, Guðný Valdimarsdóttir og Lára Guðnadóttir. Málverkið á veggnum er eftir Helga Jósefsson Vápna. Myndin er úr ljósmyndasafni Austra og mun vera frá 10. áratugnum miðjum. Ljósmyndari: óþekktur.
Nr. 24
Myndin er tekin uppi í brú á togaranum Hafnarey frá Breiðdalsvík árið 1986. Engar upplýsingar fylgja um hver er maðurinn á myndinni, en skrásetjari spyr hvort það geti verið Ísleifur skipstjóri? Myndin er úr ljósmyndasafni Austra. Ljósmyndari: óþekktur.
Nr. 25
Ungir sjómenn (ónafngreindir) um borð í Hólmaborginni árið 1994. Myndina er úr ljósmyndasafni Austra. Ljósmyndari: Marinó Marinósson.
Nr. 26
Unnið við uppskipun á síld á Reyðarfirði haustið 1986. Mennirnir á myndinni eru ónafngreindir. Myndina er úr ljósmyndasafni Austra. Ljósmyndari: Örvar Þór Einarsson.
Nr. 27
Konur (ónafngreindar) við störf í Frystihúsi KHB á Reyðarfirði árið 1996. Myndin er úr ljósmyndasafni Austra. Ljósmyndari: óþekktur.
Nr. 30
Hópur ungra Jökuldælinga sem tók þátt í því að endurreisa Sænautasel sumarið 1992 undir stjórn Sveins Einarssonar hleðslumanns og Auðuns Einarssonar kennara. Ljósmyndari: Antonía Sigurðardóttir.