Bæjarhátíðir og íþróttaviðburðir
Bæjarhátíðir og íþróttaviðburðir
Nr. 1
Edda Sigfúsdóttir í skautbúningi sem kvenfélagið Bláklukka gaf sveitarfélaginu í tilefni 50 ára afmælisins árið 1997. Edda er dóttir Sigfúsar Árnasonar og Guðnýjar Björgvinsdóttur, frumbyggja í Egilsstaðaþorpi, og var Edda fyrsti þorpsbúinn sem fæddist í hinu nýstofnaða sveitarfélagi. Búninginn saumaði Margrét Björgvinsdóttir, en foreldarar hennar þau Jónína Óladóttir og Björgvin Hrólfsson voru einnig í hópi frumbyggja í Egilsstaðaþorpi.
Nr. 2
Þrjár kynslóðir Egilsstaðabúa við opnun Lómatjarnargarðs á afmælishátíðinni 1997. Frá vinstri: Droplaug Magnúsdóttir, Halldóra Sveinsdóttir, Gyða og Linda Guttormsdætur, Guttormur Metúsalemsson og Anna Bergsdóttir. Ökumaður barnavagnsins er óþekktur. Sést á bakið á Snædísi Jóhannsdóttur.
Nr. 3
Þjóðdansaflokkurinn Fiðrildin sýnir á hátíðardagskrá á íþróttavellinum á Egilsstöðum.
Nr. 4
Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir í heimsókn hjá Sigríði Fanneyju Jónsdóttur, heiðursborgara Egilsstaðabæjar árið 1997. Á myndinni er einnig dótturdóttir Sigríðar Fanneyjar, Ingunn Ásdísardóttir.
Nr. 5
Á afmælishátíðinni sem haldin var seinast í júní 1997 var fremur kalt í veðri. Engu að síður voru bæjarbúar duglegir að taka þátt í því sem var í boði. Myndin sýnir nokkra gesti sem voru viðstaddir opnun Lómatjarnargarðsins. Frá vinstri: Bjarni Björgvinsson, Sigurjón Bjarnason, Jón Guðmundsson, Björn Kristleifsson og Kristín Björk Gunnarsdóttir.
Nr. 6
Efnt var til samkeppni um sérstakan afmælissöng vegna bæjarafmælisins 1997 og fór lag og texti eftir Hrein Halldórsson með sigur af hólmi. Útgáfuteitið var haldið í Blómabæ. Frá vinstri: Guttormur Sigfússon (sem einnig átti lag í úrslitum), Hreinn Halldórsson, Helgi Halldórsson, bæjarstjóri, Bjarni Þór Sigurðsson, söngvari, Þorkell Sigurbjörnsson, fulltrúi í afmælisnefnd, og Halldór Benediktsson Warén, hljóðmaður og reddari.
Nr. 7
Frumbyggjabörn á Egilsstöðum áttu sín leiksvæði hér og þar um þorpið þar sem þau iðkuðu hefðbundna barnaleiki þess tíma. Guttormur Metúsalemsson, Stefanía Steinþórsdóttir og Signý Ormarsdóttir á „fortíðarflippi“ á lóð Safnahússins á afmælishátíðinni 1997.
Nr. 8
Fyrir yngstu íbúana var sett upp gullabú í Laufásgarðinum. Þar fengu þau að drullumalla að hætti ömmu og afa og virtust una sér hið besta.
Nr. 9
Á afmælishátíðinni 1997 frömdu hressir táningar gjörning. Auðvitað kom Lagarfljótsormurinn ógurlegi við sögu. Hér hefur hópurinn náð ormsskríninu á sitt vald.
Nr. 10
Frá afmælistónleikum í Egilsstaðakirkju 1997. Kvennaklór syngur undir stjórn Keith Reed. Frá vinstri: Ásta Bryndís Schram, Ragnhildur Indriðadóttir, Védís Klara Þórðardóttir, Guðrún María Þórðardóttir, Anna Hjaltadóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Guðborg Jónsdóttir, Hulda Víðisdóttir og Rosmary Hewlet, sem sá um undirleik.
Nr. 11
Árni Ísleifsson stóð að venju fyrir djazzhátíð á afmælisárinu og var hann heiðraður sérstaklega ásamt Vernharði Linneth. Til hægri á myndinni er Friðrik Theodórsson.
Nr. 12
Ragnheiður Samúelsdóttir og Magnús Snær Eiríksson ríða skrautbúin inn á íþróttavöllinn á Egilsstöðum, þann 17. júní 1994.
Nr. 13
Kampakátar konur, félagar í kvenfélaginu Bláklukku, á síðasta fundi vetrarins 1995. Á myndinni eru þekktar: Kolbrún Ármannsdóttir, Málfríður Hrólfsdóttir, Sigurborg Gísladóttir, Erla Salómonsdóttir, Kristrún Kjartansdóttir, Angelika Guðmundsdóttir, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Ólöf S. Ragnarsdóttir og Anna María Einarsdóttir.
Nr. 14
Bláklukkukonur hafa látið mörg þjóðþrifamál til sín taka. Hér afhendir Jóhanna Þorsteinsdóttir, þáverandi formaður, Kristrúnu Jónsdóttur forstöðumanni Bókasafns Héraðsbúa peningagjöf frá félaginu til kaupa á barna-og unglingabókum fyrir safnið. Myndin er tekin árið 1996 við minnisvarða Sigfúsar Sigfússonar. Til vinstri sést í Kolbrúnu Ármannsdóttur.
Nr. 15
Ágúst Ólafsson bregður á leik í hlutverki Jóns smala á 30 ára afmæli Leikfélags Fljótsdalshéraðs árið 1996.
Nr. 16
Frá opnun ljósmyndasýningar Sigurðar Mar Halldórssonar í Hallormsstaðarskógi sumarið 1997. Frá vinstri: Signý Ormarsdóttir (?), Skúli Björnsson, Hrefna Egilsdóttir, Þór Þorfinnsson, Sigurður Mar Halldórsson, Steinunn Kristjánsdóttir og Sigurður Blöndal (hálfur út úr myndinni).
Nr. 17
Frá Egilsstaðamaraþoni árið 1994. Frá vinstri: Óþekktur, Helga Jóna Þorkelsdóttir, Sigurjón Antonsson, óþekktur drengur, Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir (?), Marta Sigmarsdóttir (?), Sigurður Aðalsteinsson og Ásthildur Árnadóttir. Kynning á fólkinu að baki þeim fylgir næstu mynd.
Nr. 18
Í skemmtiskokkinu voru þátttakendur á ýmsum aldri. Frá vinstri: Sigríður Erna Halldórsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir (með óþekkt barn í kerru), Stefán Helgason, Berta Túliníus og Björn Kristleifsson.
Nr. 19
Karen Erla Erlingsdóttir nálgast markið í Egilsstaðamaraþoni árið 1994, með í för er yngsti þátttakandinn Úlfur Björnsson.
Nr. 20
Hitað upp fyrir Kvennahlaup. Á myndini eru þekktar: Erla Sigurðardóttir, Eydís Eyþórsdóttir, Dagný Sigurðardóttur, Linda Karen Guttormsdóttir, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir og Droplaug Heiða Sigurjónsdóttir.
Nr. 21
Körfuboltalið á Egilsstöðum um 1990. Á myndinni eru (frá vinstri): Aðalsteinn Hjartarson, Birgir Bragason, Ivar Webster, Kristján Rafnsson, Viggó Skúlason, Sveinn Birkir Björnsson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Magnús Jónasson og Sindri Sigurðsson.
Nr. 22
Sumarið 1991 var íþróttavöllurinn á Egilsstöðum þökulagður. Af því tilefni komu í heimsókn góðir gestir. Myndin sýnir meistaraflokkslið karla hjá Hetti á Egilsstöðum ásamt knattspyrnugoðunum Pele og Ásgeir Sigurvinssyni. Þekktir eru: Þórarinn Jakobsson, Gunnlaugur Guðjónsson, Hilmar Gunnlaugsson, Baldur Bragason (?), Magnús Jónasson (?), Kári Hrafnkelsson (?), Jóhann Sigurðsson, Björgvin Víðir Guðmundsson, Freyr Sverrisson, Eyjólfur Skúlason, Svanur Hallbjörnsson, Jón Fjölnir Albertsson, Sigurður Arnar Jónsson, Hörður Guðmundsson, Guttormur Pálsson, Jón Kristinsson, Haraldur Clausen, Eysteinn Hauksson og Brynjar Sigurðsson (?). Upplýsingar um þá sem eru nafnlausir væru kærkomnar.
Nr. 23
Við sama tækifæri stillti meistaraflokkuslið kvenna hjá Hetti á Egilsstöðum, ásamt þjálfurum, sér upp til myndatöku með þeim félögum Ásgeiri Sigurvinssyni og Pele. Þekktar eru: Oddný Freyja Jökulsdóttir, Ragnheiður Bergþórsdóttir (?), Íris Hrafnkelsdóttir, Vordís Jónsdóttir, Jóhanna Bjarnveig Magnúsdóttir (?), Hilmar Gunnlaugsson, Adda Birna Hjálmarsdóttir, Olga Einarsdóttir, Ester Jökulsdóttir, Kári Hrafnkelsson, Hugrún Hjálmarsdóttir, Elva Rún Clausen og Ása Rúnarsdóttir. Upplýsingar um fleiri nöfn væru vel þegin.
Nr. 24
Brugðið á leik í gömlu sundlauginni. Í baksýn má þekkja Sigmar Vilhjálmsson. Myndin er frá árinu 1995.
Nr. 25
Samkvæmispáfinn var á sinni tíð vinsæll samkomustaður. Hér gefur að líta eigendurna: Frá vinstri: Birna Guðmundsdóttir, Stefán Guðmundsson, Margrét Brynjólfsdóttir og Gunnar Björgvinsson. Myndin er tekin árið 1986.
Nr. 26
Frá Hestamannamóti á Stekkhólma sumarið 1989. Hrafnkell Björgvinsson sést fyrir miðri mynd. Upplýsingar um fleira fólk á myndinni væri vel þegnar.
Nr. 27
Um árabil ók kjörbíll KHB eftir fastri rútínu um bæinn. Bílstjórar komu og fóru, hér gefur að líta þann síðasta, Reyni Kjerúlf. Myndin er frá árinu 1986.
Nr. 28
Skíðagöngumenn leggja upp í Skógargöngu um Egilsstaðaskóg. Myndin var tekin vorið 1993.
Nr. 29
Þessa óvenjulega farartæki myndaði blaðamaður Austra vorið 1994. Þarna voru á ferðinni þrír Þjóðverjar sem ferðuðust í hestvagni umhverfis landið. Forsprakkinn hét Dieter Kolb. Hann sést hér á mynd ásamt nokkrum ungum óþekktum Egilsstaðabúum sem boðið var í ökuferð.
Nr. 30
Unglist á Hótel Héraði veturinn 1997. Tveir menntskælingar, Hrafnkell Lárusson og Sveinn Snorri Sveinsson lesa frumsamin ljóð. Til vinstri sést glitta í Lilju Kjerúlf og Stefán Boga Sveinsson sem einnig lásu frumsamin ljóð af sama tilefni.