Skip to main content

admin

Sumarsýning 2012


Nr.1

Myndin er úr safni Hólmfríðar Helgadóttur frá Setbergi. Ljósmyndari er óþekktur.

Frá skólaferðalagi Egilsstaðaskóla í byrjun 8. áratugarins (?). Frá vinstri: Sigfús Kristinsson bifreiðarstjóri(?), hjónin Elísabet Svavarsdóttir og Ólafur Guðmundsson skólastjóri, Helgi Halldórsson kennari, óþekktur karlmaður, Berta Túliníus kennari, óþekktur karlmaður.

Nr. 2

Mynd úr safni vikublaðsins Austra. Tökuár óvisst og ljósmyndari óþekktur.

Gestkvæmt á tjaldstæði á Borgarfirði eystra. Yfir vaka Dyrfjöll.

Nr. 3

Myndina tók Anna Ingólfsdóttir á Djasshátíð Egilsstaða árið 1995.

Á djasstónleikum í Valaskjálf. Talið frá vinstri: Vopnfirðingarnir Jóhann Róbertsson og Kristján Magnússon. Þriðji maður er Jörundur Ragnarsson.

Nr. 4

Myndin er frá árinu 1984. Hún er úr myndasafni Austra, ljósmyndari er óþekktur.

Stjórn Kaupfélags Héraðsbúa fundar á Borgarfirði. Upp á veggnum standa (talið frá vinstri): Steinþór Magnússon, Ingimar Sveinsson, Hrafnkell Björgvinsson, Þorsteinn Sveinsson, Aðalsteinn Jónsson, Bragi Hallgrímsson. Fyrir neðan vegginn standa (talið frá vinstri): Sigursteinn Jóhannsson, Jón Júlíusson og Sigurður Baldursson.

Nr. 5

Myndin er frá árinu 1984. Hún er úr myndasafni Austra, ljósmyndari er óþekktur.

Smábátar við hafnarbakkann á Borgarfirði, í baksýn Geitfell og Svartfell.

Nr. 6

Myndin er úr myndasafni Austra frá árinu 1984, ljósmyndari er óþekktur.

Tveir á tali. Frá vinstri: Steinþór Magnússon stjórnarmaður KHB og Arngrímur Magnússon útibússtjóri KHB á Borgarfirði.

Nr. 7

Myndin kom frá Stefaníu Hrafnkelsdóttur, Hallfreðarstaðahjáleigu. Tökuár óvisst.

Beinakerling á Smjörvatnsheiði. Kannski sú sem Árni í Múla skaut að vísunni:

En sá heiðar andskoti
ekki strá né kvikindi
en hundrað milljón helvíti
af hnullungum og stórgrýti.

Nr. 8

Myndin er tekin snemma á 8. áratug 20. aldar. Gefandi er Helgi Gíslason. Myndin er úr safni móður hans, Kristbjargar Rafnsdóttur, og tók hún líklega myndina.

Málin rædd yfir kaffibolla. Frá vinstri: Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði, Þráinn Jónsson veitingamaður, Helgi Gíslason, nú framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, Jónas Einarsson afgreiðslumaður á Egilsstaðaflugvelli og Þórarinn Pálsson framkvæmdastjóri Plastiðjunnar Yls.

Nr. 9

Myndina tók Vilbergur Sveinbjörnsson í kringum miðja 20. öld.

Þrír peyjar á stuttbuxum. Aftan á myndinni sem tekin er á Seyðisfirði standa nöfnin Jói, Sveinn og Ingvi. Full nöfn peyjanna eru óþekkt.

Nr. 10

Myndina tók Sigurður Aðalsteinsson hreindýraeftirlitsmaður sumarið 1997.

Á hreindýraveiðum á Vesturöræfum. Seyðfirðingurinn Jóhann Hansson hefur fellt myndarlegan tarf.

Nr. 11

Myndina tók Sigurður Aðalsteinsson hreindýraeftirlitsmaður sumarið 1994.

Konungur öræfanna falinn í valinn. Veiðimaðurinn er Jónas Jóhannsson á Egilsstöðum.

Nr. 12

Myndina tók Guðrún Jóhannesdóttir ljósmóðir á Eskifirði.

Sex prúðbúnar húsfreyjur úr Helgustaðahreppi á ferðalagi á Laugum sumarið 1953. Frá vinstri: Steinunn Jónsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Guðný Stefánsdóttir, Eygerður Beck, Jónína Jónsdóttir, Sigurborg Sæmundsdóttir.

Nr. 13

Myndina tók Guðrún Jóhannesdóttir, ljósmóðir á Eskifirði árið 1953

Myndin sýnir unga heimasætu á Eskifirði, Hildi Valdimarsdóttu. Klæðnaðurinn er dæmigerður fyrir unga telpu um miðja síðustu öld.

Nr. 14

Myndina tók Guðrún Jóhannesdóttir ljósmóðir á Eskifirði árið 1953.

Elín Hrönn Jónsdóttir á Eskifirði leiðir litla bróður sinn, Þorstein Snorra Jónsson.

Nr. 15

Myndina tók Guðrún Jóhannesdóttir ljósmóðir á Eskifirði árið 1953.

Þrír sjómenn frá Eskifirði. Frá vinstri: Kristinn Karlsson, Kjartan Björgvinsson og Aðalsteinn Valdimarsson.

Nr. 16

Myndin er úr safni Einars Vilhjálmssonar. Ljósmyndari er óþekktur.

Síldarævintýrið á Seyðisfirði í fullum gangi snemma á 7. áratug 20. aldar. Mennirnir eru óþekktir.

Nr. 17

Myndin er úr safni Einars Vilhjálmssonar. Ljósmyndari er óþekktur.

Síldarsöltun á Seyðisfirði snemma á 7. áratug 20. aldar. Við bryggjuna bíða bátar löndunar. Handan fjarðar sést til Vestdalseyrar og Vestdals.

Nr. 18

Myndin er úr safni Einars Vilhjálmssonar. Ljósmyndari óþekktur.

Síldarsöltun hjá Ströndinni á Seyðisfirði. Lokið hefur verið við að salta í tunnu númer tuttugu þúsund og eitt. Síldarstúlkurnar fagna. Sumar eru með rúllur í hárinu. Líklega var slegið upp balli um kvöldið.

Nr. 19

Myndin er úr myndasafni Austra og er tekin árið 1984.

Kristmundur Bjarnason við vinnu sína í skyrgerðinni hjá Mjólkurstöð KHB. Í dyrum sést í bakið á Steinþóri Magnússyni.

Nr. 20

Guðmundur R. Jóhannsson tók margar skemmtilegar andlitsmyndir af Héraðsbúum snemma á 7. áratug 20. aldar, þegar hann vann hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Hér gefur að líta Jóhann Stefánsson, trésmið frá Merki á Jökuldal, sem betur er þekktur sem Jói snikk.

Nr. 21

Hans Vollertsen var kennari á Alþýðuskólanum á Eiðum um skeið og tók þá myndir af nemendum til að birta í Árbókinni. Hér gefur að líta skólapiltinn Svein Ara Guðjónsson frá Breiðdalsvík. Myndin er frá árinu 1984.

Nr. 22

Myndina tók Anna Ingólfsdóttir.

Hátíðargestir á 17. júní samkomu á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum á aldamótaárinu 2000. Frá vinstri: Magnús Sigurðsson, Jóhanna Illugadóttir, Sveinn Jónsson. Aftar sitja Sigurborg Gísladóttir, Ingólfur Arnarson og systurnar Fjóla og Ingibjörg Kristjánsdætur. Fremst til hægri er Soffía Ingvarsdóttir.

Nr. 23

Myndina tók Sigurður Aðalsteinsson.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Sigfús Árnason, slökkviliðsstjóri og frumbyggi í Egilsstaðaþorpi, ræðast við á 60 ára afmæli Egilsstaða sumarið 1997.

Nr. 24

Myndin er úr safni Guðrúnar Jóhannesdóttur ljósmóður.

Stefanía Eyjólfsdóttir á Eskifirði í fermingarkjól. Myndin er tekin árið 1953. Þá fermdust stúlkur enn í síðum hvítum kjólum sem fermingarkyrtlarnir leystu síðar af hólmi.

Nr. 25

Myndin er úr safni Oddnýjar Þorsteinsdóttur frá Hofströnd. Ljósmyndari er óþekktur.

Systurnar Ingileif Sveina og Halldóra Andrésdætur frá Fagradal í Vopnafirði. Myndin er tekin í kringum miðja 6. áratug 20. aldar.

Nr. 26

Myndina tók Sigurður Aðalsteinsson á málverkasýningu Stórvals á Vopnafirði árið 1994.

Tveir á tali. Stefán Pálsson málari á Egilstöðum og Þorsteinn Snædal bóndi á Skjöldólfsstöðum.

Nr. 27

Myndina tók Sigurður Aðalsteinsson.

Þrjár hressar konur af Héraði á skemmtun í Brúarási árið 1997. Björk Sigbjörnsdóttir, Ásgerður Felixdóttir og Birna Sigbjörnsdóttir stilla sér upp fyrir myndatöku.

Nr. 28

Myndina tók Anna Ingólfsdóttir.

Keppendur um titilinn Ungfrú Austurland 1997. Fremri röð: Sandra Ösp Valdimarsdóttir Egilsstöðum og Guðlaug Kristinsdóttir Eskifirði. Aftari röð: Elín Skúladóttir Neskaupstað, Bryndís Jónsdóttir Höfn, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Egilsstöðum og Þorgerður Þórðardóttir Vopnafirði.