Gestir Gríms Laxdal, verslunarstjóra á Vopnafirði, að koma frá krokketleik. Myndin er tekin árið 1897 eða 1898. Frá vinstri: Grímur Laxdal, Guðrún Pétursdóttir, Ólafur Methúsalemsson, Kjartan Jónsson, Friðrikka Valdimarsdóttir, Jón Jónsson læknir, Margrét K. Jónsdóttir.Í glugga til hægri: Guðrún Laxdal, móðir Gríms, og Sveinbjörg eiginkona hans. Fólkið í glugganum til vinstri er óþekkt. Myndin kom til ljósmyndasafnsins frá Safnastofnun Austurlands.