Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Horft í linsur Kadettins og Konna

Myndir eftir Guðmund R. Jóhannsson og Hákon Aðalsteinsson. Birt 2011.

Mynd nr. 01

Mynd nr. 01

Kornrækt í Vallahreppi árið 1963. Til vinstri stendur Benedikt Alfreðsson frá Víkingsstöðum. Bjarni Árnason frá Litla-Sandfelli ekur dráttarvélinni. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 02

Mynd nr. 02

Kirkjan á Valþjófsstað í byggingu. Við hlið hennar gefur að líta gömlu timburkirkjuna. Myndin er tekin snemma á 7. áratugnum en nýja kirkjan var vígð árið 1966. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 03

Mynd nr. 03

Í nokkur ár 7. áratug síðustu aldar rak Kaupfélag Héraðsbúa svokallaða Garnastöð yfir vetrartímann og var hún til húsa í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þar var hráefnið kindagarnir sem eftir þrif og meðhöndlun voru notaðar við matvælaframleiðslu. Hér er Guðbjörg Erlendsdóttir við störf. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 04

Mynd nr. 04

Sýnishorn af framleiðslu Garnastöðvarinnar. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 05

Mynd nr. 05

Verkstjóri í garnavinnslunni var Gunnlaugur Kjerúlf. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 06

Mynd nr. 06

Lagarfoss eða Kirkjubæjarfoss eins og hann var oft nefndur fyrr á tíð (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 07

Mynd nr. 07

Verslunarhús KHB eins og það leit út áður en húsnæði sem hýsti lager og naglabúð var reist um miðjan 7. áratug 20. aldar. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 08

Mynd nr. 08

Haraldur Magnússon í Mjólkurstöðinni dælir á „Moskann“ (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 09

Mynd nr. 09

Hákon Aðalsteinsson og frítt hestefni. Athygli er vakin á hvítri nylon skyrtu og lakkerísbindi sem segja má að hafi verið nokkurs konar einkennisbúningur ungra manna á 7. áratugnum þegar haft var tilhald um hönd (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 10

Mynd nr. 10

Hestamenn við sláturhúsið á Egilsstöðum. Frá vinstri: Hallgrímur Bergsson, Gunnar Egilson, Ármann Guðmundsson og Bjarni Einarsson. Myndin er tekin í kringum 1963. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 11

Mynd nr. 11

Til hægri stendur Sigurður Einarsson, sem um árabil afgreiddi í sláturhúsi KHB. Maðurinn til vinstri er Hallbjörn Þórarinsson frá Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 12

Mynd nr. 12

Jóhann Kröyer starfsmaður KHB situr í rólegheitum að snæðingi. Sætið er forláta peningaskápur sem beið þess að fá sitt pláss á skrifstofu Kaupfélagsins (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 13

Mynd nr. 13

Jón Bergsson bóndi á Ketilsstöðum fyrir framan „Deddasjoppu“ sem stóð á milli verslunarhúss KHB og Símstöðvarinnar (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 14

Mynd nr. 14

Þegar Söluskáli KHB á Egilsstöðum var byggður heyrði „Deddasjoppan“ sögunni til. Einn af þeim sem kom að byggingu skálans var Sveinn Guðbrandsson sem var einn af frumbyggjum Egilsstaða (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 15

Mynd nr. 15

Hrólfur Kristbjörnsson frá Haugum í Skriðdal og dóttir hans Málfríður við afgreiðsluborðið í söluskálanum. Afgreiðslustúlkan er Guðlaug Stefánsdóttir. Á 7. áratugnum þótti sjálfsagt að mæta í vinnuna með rúllur í hárinu ekki síst þegar helgi var í nánd (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 16

Mynd nr. 16

Fólk á leið í sumarfrí. Plássið er nýtt til hlýtar og farangurinn settur á toppinn. Allir á myndinni eru óþekktir (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 17

Mynd nr. 17

Dæmigerðar tjaldbúðir ferðamanna frá 7. áratugnum. Konan er óþekkt (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 18

Mynd nr. 18

Brúðkaup í Möðrudal. Brúðhjónin eru Þórhallur Jónsson og Ragna Guðmundsdóttir (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 19

Mynd nr. 19

Flutningabíll frá Ingimar Þórðarsyni á hvolfi í Skriðdal. Verið var að flytja hey sem keypt var vegna heyskorts í kjölfar kals í túnum veturinn 1964-1965. Bílnum ók Örn Þorleifsson sem þá starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands og hafði tekið að sér starfið vegna forfalla. Slapp hann með skrámur. Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 20

Mynd nr. 20

Frá Egilsstöðum. Séð frá Dynskógum yfir svæðið þar sem nú er Tjarnargarðurinn (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 21

Mynd nr. 21

Krossinn í Njarðvíkurskriðum. Drengurinn sem horfir til himins er Aðalsteinn Hákonarson (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 22

Mynd nr. 22

Togarinn Port Vale frá Grimsby á strandstað við Héraðssand rétt austan við ósa Lagarfljóts. Strandið varð þann 27. október 1974. Björgunarsveitir frá Borgarfirði eystra, Eskifirði og Egilsstöðum komu fljótlega á staðinn og björguðu skipverjunum 18 í land. Skipið skemmdist lítið og var skömmu síðar losað af strandstað og dregið til Seyðisfjarðar og þaðan til Bretlands. Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 23

Mynd nr. 23

Börn að leik í sumarbúðum kirkjunnar í barnaskólanum á Eiðum fyrir daga Kirkjumiðstöðvarinnar. Konan með boltann er séra Jóhanna Sigmarsdóttir (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 24

Mynd nr. 24

Flutningar í Fellum. Allir óþekktir utan þess að talið er að Eðvald Jóhannsson standi við aftari bílinn. Allar upplýsingar eru vel þegnar (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 25

Mynd nr. 25

Fyrsta skóflustungan tekin að Egilsstaðakirkju 1. júní 1968. Frá vinstri: Kristján Magnússon, Guðmundur Þorleifsson, Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, séra Ágúst Sigurðsson, Sigurbjörn Einarsson, biskup, Sigríður Fanney Jónsdóttir og Þórður Benediktsson. Heiðursvörð standa skátar úr skátafélaginu Ásbúum. Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 26

Mynd nr. 26

Gamla flugbrautin á aurunum neðan við prestsetrið Eydali í Breiðdal. Í baksýn er kirkjan í Eydölum sem vígð var árið 1975. Litlu aftar sést gamla kirkjan sem brann árið 1982 (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 27

Mynd nr. 27

Á leið á Atlavíkursamkomu með óvæntri viðkomu í Kliftjörn í Hallormsstaðaskógi (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 28

Mynd nr. 28

Jónas Einarsson, starfsmaður í vöruafgreiðslu Flugfélagsins á Egilsstaðaflugvelli til margra ára, ásamt Sigrúnu Brynjólfsdóttur frá Ekkjufelli. Sigrún vann í afgreiðslu Flugfélagsins á árunum 1966-1967 (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd 29

Mynd 29

Búskapur til heimilisþarfa var stundaður í þorpum hér fyrir austan langt fram á 20. öld. Hér flytur Gráni gamli hey í garð. Myndin er tekin á Eskifirði og kemur úr myndasafni Guðrúnar Jóhannesdóttur ljósmóður.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022