Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 25.9. 2007

Fundargerð stjórnar 25. sept 2007

Fundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga haldinn 25. september 2007 í húsnæði safnsins.

Mættir – sjá undirskriftir.

Formaður setti fund, bauð menn velkomna og kynnti dagskrá í 3 liðum:

1. Umsóknir um starf forstöðumanns.
2. Drög að fjáhagsáætlun.
3. Önnur mál.

1. mál:
Samþykkt að fundurinn sé lokaður undir þessum lið.
Kynntar voru og ræddar þær 5 umsóknir sem bárust.

A. Fanney Magnúsdóttir
B. Hrafnkell Lárusson
C. Hulda S. Þráinsdóttir
D. Jóhann G. Gunnarsson
E. Magnús H. Helgason

Samþykkt að fullskipuð stjórn + varamenn komi saman klukkan 12.30 laugardaginn 13. okt. n.k. á Gistiheimilinu Egilsstöðum ef unnt verður.
Á þann fund mæti umsækjendur til viðtals. Í framhaldi þessa ráði stjórnin forstöðumann – væntanlega frá 1. jan n.k.

2. mál:
Drög að fjárhagsáætlun 2008 byggir á 3-5 % hækkun talna og eru tekjur 18.766 þús. og gjöld 18.375 þús. Lagt fram til kynningar ásamt bréfi frá Guðgeiri Ingvarssyni þar sem hann sækist eftir 100% starfi hjá Héraðsskjalasafninu.

3. mál:
Engin komu fram.

Fundargerðin lesin – fundi slitið.

Ólafur Eggertsson, fundarritari

Björn Aðalsteinsson
Sævar Sigbjarnarson
Ólafur Valgeirsson
Magnús Stefánsson
Sigmar Ingason

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022