Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 11.5.2020

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 11. maí 2020

Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 16:30.
Mætt voru: Anna Margrét Birgisdóttir, Helgi Bragason, Þorbjörg Sandholt, Bára Stefánsdóttir. Anna stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Ársreikningur 2019
Farið yfir drög að ársreikningi.

2. Fjárhagsáætlun 2021
Fyrir fundinum lá fjárhagsáætlun og sundurliðun rekstrarframlaga til safnsins árið 2021.
Verður tekið til annarrar umræðu þegar skatttekjur aðildarsveitarfélaganna liggja fyrir.

3. Stofnsamningur byggðasamlagsins
Unnið er að endurskoðun stofnsamningsins.

4. Önnur mál
Persónuverndarfulltrúi: Héraðsskjalasafnið þarf að tilnefna persónuverndarfulltrúa fyrir safnið í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Báru falið að skoða mögulega útfærslu og kostnað.
Sérverkefni: Skrifað hefur verið undir samning við Fljótsdalshérað um að Héraðsskjalasafnið taki að sér sérverkefni fyrir sveitarfélagið. Til greiðslu koma 3,3 millj. króna á árinu. Búið er að ráða starfsmann tímabundið til að sinna skráningarhluta verksins. Ráðgjöf verður í höndum héraðsskjalavarðar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:00.

Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Helgi Bragason [sign.]
Þorbjörg Sandholt [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022