Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 29.3.2021

Stjórnarfundur hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga bs. 29. mars 2021

Fundurinn hófst klukkan 16:30 og var haldinn í gegnum fjarfundabúnað.

Mætt voru: Anna Margrét Birgisdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Helgi Bragason og Bára Stefánsdóttir. Anna stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Umsóknir um starf forstöðumanns
Fimm umsóknir bárust um starfið.
Stjórn ákveður að boða þrjá umsækjendur í viðtal fimmtudaginn 8. apríl í gegnum fjarfundabúnað.
Forstöðumanni falið að hafa samband við viðkomandi.

2. Fjármál
Forstöðumaður fór yfir stöðu fjármála.

3. Önnur mál

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:20.


Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Bjartur Aðalbjörnsson [sign.]
Gunnþórunn Ingólfsdóttir [sign.]
Helgi Bragason [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022