Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 20. maí 2021

Stjórnarfundur hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga bs. 20. maí 2021

Fundurinn hófst klukkan 15 og var haldinn í gegnum fjarfundabúnað.

Mætt voru: Anna Margrét Birgisdóttir, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Helgi Bragason og Bára Stefánsdóttir. Anna stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð. Stefán Bogi Sveinsson verðandi forstöðumaður sat einnig fundinn. Fulltrúi Vopnafjarðarhrepps boðaði forföll.

Dagskrá:

1. Ársreikningur 2020

Drög að ársreikningi lögð fram til umræðu.

Stjórn felur forstöðumanni að halda áfram að vinna að ársreikningi með endurskoðanda.

2. Starfsmannamál

Stefán Bogi kemur til starfa 1. júlí og mun Bára vera forstöðumaður fram að þeim tíma.

3. Önnur mál

Sérverkefni fyrir Múlaþing: Héraðsskjalasafnið mun taka að sér að skrá og varðveita skilaskyld skjöl frá Seyðisfjarðarkaupstað og skjöl sem voru í fórum Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði. Skrifað var undir samning um 3,2 millj. kr. greiðslu vegna þessa 19. maí og verður verkið unnið á yfirstandandi ári.

Byggingarnefnd menningarhúsa: Stefán Bogi mun fara á fund nefndarinnar síðar í dag til að ræða framtíðarskipulag í viðbyggingu við burst tvö í Safnahúsi.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:47.

Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Gunnþórunn Ingólfsdóttir [sign.]
Helgi Bragason [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]
Stefán Bogi Sveinsson [sign.]

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022