Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Skjalavarsla

Sumir telja að héraðsskjalasöfn varðveiti mestmegnis gömul bréf eða söguleg skjöl en því fer fjarri. Eins og kemur fram í lögum um opinber skjalasöfn er markmið laganna að „tryggja myndun, vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.“

Vönduð skjalavarsla er mikilvægur þáttur í góðri stjórnsýslu. Héraðsskjalasöfn gegna veigamiklu hlutverki í þessu sambandi, meðal annars með því að vera ráðgefandi aðili um góða skjalastjórn. Regluleg samskipti við aðildarsveitarfélög safnsins og stofnanar á þeirra vegum skipta því máli bæði fyrir Héraðsskjalasafnið og sveitarfélögin.

Sveitarfélög sem eru aðilar að rekstri héraðsskjalasafns eiga að afhenda skjöl sín þangað þegar þau eru orðin 30 ára eða eldri.

Skoða hverjir eru afhendingarskyldir aðilar.

Skoða leiðbeiningar um skjalavörslu.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022