Starfsfólk óskast
Héraðsskjalasafn Austfirðinga óskar eftir að ráða starfsfólk til tímabundinna starfa.
Um er að ræða starf við yfirstandandi verkefni á vegum Þjóðskjalasafns Íslands. Verkefnið snýst um innslátt og yfirlestur manntala vegna fyrirhugaðrar birtingar á vefnum. Starfsmaður mun slá upplýsingum inn í gagnagrunn eftir frumriti manntalsins.
Ráðið er til loka árs 2010. Reynslutími er 2 mánuðir. Um er að ræða hlutastarf. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 14. janúar n.k. [til að sjá meira, klikkið á fyrirsögn]
Leitað er eftir áhugasömu fólki með reynslu af tölvunotkun og áhuga á að kynnast mikilvægum sögulegum heimildum og taka þátt í að miðla þeim á nútímalegan hátt.
Umsóknum skal skilað undirskrifuðum á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má í Héraðsskjalasafni Austfirðinga eða fá send í tölvupósti. Beiðnir um slíkt skulu sendar á netfangið
Nánari upplýsingar um starf og launakjör veitir Hrafnkell Lárusson, forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, í síma 471 1417.
Útfylltar umsóknir skal senda í bréfapósti merktar:
Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Laufskógum 1
700 Egilsstaðir