Skip to main content

admin

Um ljósmyndasafnið

Ljósmyndasafn Austurlands

Ljósmyndasafn Austurlands er sérstök deild innan Héraðsskjalasafns Austfirðinga og rekið með framlagi frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, Minjasafni Austurlands og Héraðsskjalasafni. 

Í elsta hluta ljósmyndasafnsins eru um 14 þúsund kópíur og eru margar þeirra komnar til ára sinna. Margt er þar forvitnilegra mynda frá ýmsum tímum og stöðum, bæði mannamyndir og hópmyndir en einnig myndir af húsum, náttúru, menningu, skólastarfi og atvinnulífi. Myndirnar eru flestar komnar til safnsins frá einstaklingum, jafnvel úr dánarbúum, eða í gegnum Minjasafn Austurlands sem afhendir Ljósmyndasafninu myndir sem þangað berast með öðrum gripum.

Ljósmyndasafninu hafa einnig áskotnast nýrri söfn. Stærst þeirra er ljósmyndasafn (kópíu- og filmusafn) Vikublaðsins Austra sem var afhent árið 2004 og telur rúmlega 26 þúsund myndir. Þær myndir eru að mestu leyti teknar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og endurspegla vel mannlíf í fjórðungnum á sínum tíma. Árið 2012 fékk safnið afhent ljósmynda- og filmusafn Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) sem eru rúmlega 10 þúsund myndir.

Sífellt berst meira myndefni til Ljósmyndasafnsins, bæði ljósmyndir á pappír, filmur, myndskyggnur og myndir á stafrænu formi. Frá árinu 2011 hefur Héraðsskjalasafnið verið í átaksverkefni um að skanna og birta myndir á vef. Í lok árs 2016 var búið að skanna rúmlega 58 þúsund myndir og skrá 52 þúsund þeirra í FotoStation myndakerfið. Elstu mannamyndirnar í eigu Ljósmyndasafns Austurlands, sem eru rúmlega 13 þúsund talsins, eru skráðar í FileMaker gagnagrunn. Skönnun og skráning þeirra í FotoStation hófst á árinu 2014 en í því safni eru meðal annars myndir í visit- og kabinetstærð.

Ljósmyndavefur

Héraðsskjalasafnið heldur úti ljósmyndavef á slóðinni myndir.heraust.is.
Sjá nánari upplýsingar um ljósmyndavefinn.

Gjaldskrá

Hægt er að kaupa afrit af myndum til einkanota eða fyrir útgáfu.
Sjá nánari upplýsingar í gjaldskrá.

31.10.2017

Gjaldskrá

Gjaldskrá Ljósmyndasafns Austurlands

Mynd til einkanota (öll birting og dreifing óheimil)      
1000 kr. hver mynd

Mynd vegna háskólaverkefna og ættarmóta 
1500 kr. hver mynd (birting á skemman.is og prentun í takmörkuðu upplagi heimil)
Hægt er að semja um magnafslátt ef um margar myndir er að ræða.

Mynd til útgáfu í bókum, tímaritum, bæklingum, netmiðlum og kvikmyndum
6.500 kr. hver mynd

Mynd til birtingar á veggspjöldum og upplýsingaskiltum
6.500 kr. hver mynd

Skönnun á mynd
500 kr. hver skönnun (til viðbótar við verð myndar)

Myndir brenndar á geisladisk
500 kr. fyrir hvern disk

Senda skilaboð vegna mynda

Skilaboð til Ljósmyndasafns Austurlands

Ef þú hefur athugasemdir og/eða viðbótarupplýsingar um mynd sem þú sérð á ljósmyndavefnum viljum við gjarnan heyra frá þér. Vinsamlega skrifaðu númer myndarinnar sem þú finnur fyrir neðan hverja mynd á vefnum myndir.heraust.is.