Opnunartími
Hafa samband
Sími: 471-1417
Netfang:
Staðsetning
- Laufskógum 1
- 700 Egilsstöðum
Bráðmerkilegt bréfasafn og fleiri gögn
Þann 4. september fékk Héraðsskjalasafn Austurlands til varðveislu einkaskjöl Sigurðar Gunnarssonar, sem var prestur á Hallormsstað og Desjarmýri.
Fljótsdalshérað með augum þjóðskáldsins
Í bókasafni Héraðsskjalasafns Austfirðinga er að finna umfangsmikið safn ljóðabóka sem er aðgengilegt gestum og gangandi. Það kemur líka reglulega fyrir að til okkar er beint fyrirspurnum varðandi leit að ljóðum eða upplýsingum um höfunda.
Bókarkynning 12. september
Sögufélag hefur gefið út bókina Lýðræði í mótun eftir Hrafnkel Lárusson, fyrrum héraðsskjalavörð við Héraðsskjalasafn Austfirðinga en í henni skipar austfirsk saga stóran sess.
Myndagrúsk - Þekkir þú fólkið eða staðinn á myndunum?
>> Skoða óþekktar myndir
Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.
Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.