Skip to main content

admin

Páskafjör og nýjar myndir á sýningu

Næstkomandi laugardag, 28. mars verður í safnahúsinu tekið forskot á komandi páskahátíð. Þá verður haldið í húsinu svokallað Páskafjör og mun það standa frá kl. 14-17. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem inniheldur m.a. fróðleik um páskahefðir og ljóðaupplestur. Fyrir þá sem vilja taka virkan þátt og reyna að hug og hönd verður boðið upp á föndur, eggjaleit o.fl. Síðast en ekki síst verður boðið upp á vöfflukaffi fyrir gesti. Aðgangur að páskafjörinu er ókeypis og eru allir velkomnir.  

Sérstakt framlag Ljósmyndasafns Austurlands til Páskafjörsins er viðbót við ljósmyndasýninguna „Til gagns og til fegurðar“, sem opnuð var í anddyri safnahússins 22. janúar sl. Myndirnar á sýningunni eru fengnar úr samnefndri sýningu sem var í Þjóðminjasafni Íslands fyrri hluta árs 2008. Þema „Til gagns og til fegurðar“ er útlit og klæðaburður Íslendinga á árabilinu 1860-1960. Alls hefur tíu myndum verið bætt við upphaflegu sýninguna hér í safninu.