Skip to main content

admin

Aldarspegill


Nr. 1

Gísli Helgason og Jónína Benediktsdóttir frá Egilsstöðum í Vopnafirði með syni sína Hallgrím, Benedikt og Helga. Yngsti sonurinn Sigurður Z. er ófæddur. Myndina tók danskur Ljósmyndari, N.P. Nielsen að nafni, í kringum aldamótin 1900.

Nr. 2

Haraldur Briem frá Rannveigarstöðum í Álftafirði með dótturson sinn Harald Björnsson. Myndina tók Eyjólfur Jónsson árið 1902 eða 1903.

Nr. 3

Heimilisfólk á Guðmundarstöðum í Vopnafirði um 1970. Jóhanna Lúðvíksdóttir búststýra og bræðurnir Stefán og Sighvatur Ásbjarnarsynir. Myndin var tekin vegna útkomu ritraðarinnar Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Nafns ljósmyndara er ekki getið.

Nr. 4

Frá 17. júní hátíðarhöldum á Eskifirði árið 1944. Mynd úr myndasafni Guðrúnar Jóhannesdóttur, ljósmóður.

Nr. 5

Frá vinstri: Bræðurnir Jónas og Guðlaugur Jónssynir frá Seyðisfirði ásamt Metúsalem Sigfússyni frá Snjóholti í Eiðaþinghá. Óvíst er frá hvaða tíma myndin er en hún kemur úr safni Jóns B. Guðlaugssonar. Ljósmyndari óþekktur.

Nr. 6

Prúðbúnir óþekktir menn við glæsikerru á leið frá Seyðisfirði til Héraðs. Tíminn er óviss og því fróðlegt að vita hvort bílaáhugamenn átta sig á hvaða árgerð bíllinn er. Myndin er úr safni Jóns B. Guðlaugssonar. Ljósmyndari óþekktur.

Nr. 7

Ferðamenn og heimilisfólk við bæinn Hól í Hjaltastaðaþinghá. Skeggjaði maðurinn er talinn vera Ásgrímur Geirmundsson bóndi á Hól. Aðrir ekki þekktir svo fullyrt verði. Myndina tók Eyjólfur Jónsson á ferðalagi í Útmannasveit snemma á 2. áratug 20. aldar.

Nr. 8

Jónas Einarsson ásamt Andrési Hemmert Einarssyni og Margréti Sigurðardóttur í Víðivallagerði í Fljótsdal. Myndin kom úr myndasafni Ingibjargar Stefánsdóttir og Vilhjálms Emilssonar. Myndin er líklega tekin á 9. áratug 20. aldar.

Nr. 9

Helga Sigurðardóttir, póstfulltrúi á Seyðisfirði. Helga var fædd árið 1921 og má ætla að myndin sé tekin upp úr miðri 20. öld þegar allar dömur sem eitthvað kvað að gengju með hatt. Myndin sem er úr myndasafni Helgu er tekin á myndastofu en er ómerkt.

Nr. 10

Láruhús við Norðurgötu á Seyðisfirði (byggt árið 1899) er kennt við Láru Bjarnadóttur frá Siglufirði sem þar stundaði verslun og veitingarekstur. Tíminn er óviss og því fróðlegt að vita hvort bílaáhugamenn átta sig á hvaða árgerð bíllinn er sem stendur við húsið. Myndin er úr safni Jóns B. Guðlaugssonar. Ljósmyndari óþekktur.

Nr. 11

Fylgst með sjóflugvél sem kemur inn til lendingar á Seyðisfirði. Tími óviss, líklega milli 1950 og 1960. Myndin er úr safni Jóns B. Guðlaugssonar. Ljósmyndari óþekktur.

Nr. 12

Fornleifafræðingar grafa upp rústir á lónstæði Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2006. Rústirnar sem reyndust vera frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar fann Páll Pálsson frá Aðalbóli og vilja margir meina að þarna hafi verið Reykjasel sem getið er um í Hrafnkelssögu. Uppgreftinum stjórnaði Gavin Lucas og tók hann einnig myndina.

Nr. 13

Krambúð Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði um 1960. Ljósmyndari Kristján Ólason.

Nr. 14

Ragnar Halldórsson, síðar forstjóri Álversins í Straumsvík, á hestbaki. Myndin er tekin á Hofströnd í Borgarfirði á 4. áratug 20. aldar og kemur hún úr safni Herborgar Halldórsdóttur systur Ragnars. Ljósmyndari er óþekktur.

Nr. 15

Þrír ungir Eskfirðingar í bílaleik árið 1951. Piltarnir heita: Karl, Pétur og Rúnar og væru fyllri upplýsingar um nöfn þeirra vel þegnar. Myndin er úr safni Guðrúnar Jóhannesdóttur, ljósmóður.

Nr. 16

Börn í farskóla á Eylandi í Hjaltastaðaþinghá á 6. áratug 20. aldar. Frá vinstri: Dóra Guðmundsdóttir frá Hólshjáleigu og Reynir Ragnarsson frá Sandi. Framan við Reyni: Hildur og Ingibjörg Friðbergsdætur frá Eylandi og Lóa og Sigvarðína Guðmundsdætur frá Hólshjáleigu. Myndin kom frá Guðmundi Jónssyni. Ljósmyndari er óþekktur.

Nr. 17

Sigurður Einarsson á Egilsstöðum á vinnustað sínum í sláturhúsinu á Egilsstöðum. Myndina tók Guðmundur R. Jóhannesson í byrjun 7. áratugar 20. aldar.

Nr. 18

Svanhvít Sigmundsdóttir og Bergljót Þórarinsdóttir við störf hjá KHB á Reyðarfirði. Myndin er úr safni Kaupfélags Héraðsbúa og er hún líklega tekin undir lok 20. aldar.

Nr. 19

Ás í Fellum. Myndina tók Eyjólfur Jónsson snemma á 20. öld.

Nr. 20

Þórarinn Lárusson ráðunautur við veiðar í Jökuldalsheiði. Veiðarnar voru hluti af svokölluðu Silungaverkefni árið 1981. Myndina tók Sigurður Aðalsteinsson.

Nr. 21

Vigfús G. Þormar í Geitagerði og Jón A. Stefánsson í Möðrudal ræðast við. Myndin er tekin á 7. áratug 20. aldar. Ljósmyndari óþekktur.

Nr. 22

Þuríður Gunnarsdóttir og Páll Sveinsson ábúendur í Breiðuvík. Myndin kom frá syni þeirra Sigurði Óskari Pálssyni. Ljósmyndara er ekki getið.

Nr. 23

Sigurlaug Gunnarsdóttir í hlutverki sínu í Jónsmessunæturdraumi eftir Shakespeare sem sýndur var í Egilsstaðaskógi í leikstjórn Jóns Kristjánssonar vorið 1997. Myndin er úr safni vikublaðsins Austra.

Nr. 24

Jóna Vilhjálmsdóttir frá Brekku í Mjóafirði í dyrum nýlenduvöruverslunar sem hún rak við Bergstaðastræti í Reykjavík ásam manni sínum Jóni I. Jónssyni. Myndin er tekin 1959. Ljósmyndari óþekktur.

Nr. 25

Vorið er komið. Hlynur Bragason rútubílstjóri með kisu sína, á hlaðinu á Setbergi í Fellum. Myndina tók móðir hans Hólmfríður Helgadóttir í kringum 1970.

Nr. 26

Bragi Gunnlaugsson á Setbergi í Fellum við smíðar á búi sínu. Myndina tók Hólmfríður Helgadóttir í kringum 1970.

Nr. 27

Karl Jónsson á Galtastöðum fram nýtur vorblíðunnar ásamt kisu sinni. Myndina tók Sigurður Aðalsteinsson árið 2000.

Nr. 28

Stífla í Ódáðavötnum sem gerð var til vatnsmiðlunnar fyrir Grímsárvirkjun í kringum 1960. Ljósmyndari óþekktur.

Nr. 29

Búskapur til heimilisþarfa var stundaður í þorpum hér fyrir austan langt fram á 20. öld. Hér flytur Gráni gamli hey í garð. Myndin er tekin á Eskifirði og kemur úr myndasafni Guðrúnar Jóhannesdóttur ljósmóður.

Nr. 30

Gestir á Eiðum. Maðurinn með hattinn er Metúsalem Stefánsson, skólastjóri Búnaðarskólans. Aðrir eru óþekktir. Myndina tók Eyjólfur Jónsson og mun hún vera frá öðrum áratug 20. aldar.