Skip to main content

admin

Manntalið 1703 á skrá UNESCO um minni heimsins

Á síðasta ári lagði Þjóðskjalasafn Íslands inn umsókn hjá UNESCO þess efnis að fyrsta manntal tekið á Íslandi, árið 1703, yrði skráð á lista Sameinuðu þjóðanna yfir Minni heimsins (Memory of the World). Á þann lista komast einungis ritaðar menningarminjar, svo sem skjöl, sem hafa þýðingu fyrir allt mannkyn. Á umsóknina hefur verið fallist.

Það eru stórkostleg tíðindi og kærkomin viðurkenning á sérstöðu og mikilvægi þessarar einstöku heimildar.

Sjá nánar á vef Þjóðskjalasafns Íslands og á vef UNESCO - Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna.