Skip to main content

admin

Nýr stofnsamningur hefur tekið gildi

Þann 1. janúar sl. tók gildi nýr stofnsamningur Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins sem haldinn var í nóvember 2010 beindi því til stjórnar safnsins að endurskoða stofnsamning þess. Stjórn vann fram eftir ári 2011 að breytingum á stofnsamningi og samþykkti nýjan samning á fundi sínum í október. Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins sem haldinn var á Seyðisfirði 25. nóvember sl. samþykkti svo endanlega gerð stofnsamningsins sem send var aðildarsveitarfélögum safnsins til staðfestingar. Nýi stofnsamningurinn er aðgengilegur hér á vefsíðu safnsins undir flipanum "Skjalasafn".