Fjölmenn Bókavaka
Hin árlega Bókavaka Safnahússins var haldin 1. desember sl. Að venju var Bókavakan helguð austfirskri útgáfu en yfirskrift hennar er Austfirsk útgáfa í öndvegi. Í ár komu út vel á annan tug bóka sem telja má austfirskar og var því af nógu að taka. Óvenju góð aðsókn var að Bókavökunni í ár og var þröng á þingi því rúmlega 50 manns mættu og hlýddu á upplestur og umfjöllun um bækur.
Fimm höfundar komu og lásu úr verkum sínum á Bókavökunni. Fyrstur sté á stokk Sveinn Snorri Sveinsson en hann las úr ljóðabók sinniHinum megin við sólsetrið. Á eftir honum kom Helga Erla Erlendsdóttir með bókina Elfríð - Frá hörmungum Þýskalands til hamingjustranda. Helga sagði frá tilurð bókarinnar og las úr henni valda kafla. Næst kom Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir og las úr nýrri ljóðabók sinni sem nefnist Lausagrjót úr þagnarmúrnum. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf bókina út en þetta er fyrsta bók höfundar. Sigurjón Bjarnason greindi næstur frá sinni bók, en hún nefnist Fjörmenn og fátæklingar. Þar er um að ræða ættarsögu Stefáns Alexanderssonar. Síðust kom fram Ingunn Snædal og las hún út nýútkominni ljóðabók sinni sem nefnist Það sem ég hefði átt að segja næst – þráhyggjusögur. Kynnir kvöldsins var Arndís Þorvaldsdóttir og sá hún, auk kynningar á upplesurum, um að gera grein fyrir öðrum austfirskum bókum sem komu út á árinu.