Skip to main content

admin

Nýjar reglur um skjalavörslu sveitarfélaga

Þjóðskjalavörður hefur látið birta sex reglur í stjórnartíðindum um skjalavörslu. Fimm þessara reglna gilda meðal annars um sveitarfélög og stofnanir þeirra og fyrirtæki á þeirra vegum. Regla nr. 627 snýr eingöngu að sveitarfélögum og stofnunum þeirra. Reglurnar tóku allar gildi 1. ágúst 2010. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á héraðsskjalasöfnunum en einnig eru upplýsingar um reglusetninguna að finna á heimasíðu Félags héraðsskjalavarða. Þau sveitarfélögn sem ekki eru aðilar að héraðsskjalasafni geta leitað til Þjóðskjalasafns Íslands.