Skip to main content

admin

Nýr málefnasamningur undirritaður framan við Safnahúsið

Síðastliðinn föstudag undirrituðu Gunnar Jónsson oddviti Á-lista Áhugafólks um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði og Stefán Bogi Sveinsson oddviti B-lista Framsóknarflokks málefnasamning nýs meirihluta þessara tveggja lista í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Að ósk forsvarsmanna nýja meirihlutans var undirritun málefnasamningsins valinn staður á grasflötinni fyrir framan Safnahúsið og myndaði nýbyggð eftirgerð af torbænum á Galtastöðum fram bakgrunn undirskriftarinnar. Er ástæða til að óska nýjum meirihluta velfarnaðar og vænta þess um leið að málefni Safnahússins verði forsvarsmönnum meirihlutans ofarlega í huga á kjörtímabilinu.