Skip to main content

admin

Bókagjöf frá Vilhjálmi Hjálmarssyni

Héraðsskjalasafninu berast reglulega bókagjafir og bætast þær við bókasafn þess. Nýlega barst safninu bókagjöf frá einum af helstu velunnurum safnsins, Vilhjálmi Hjálmarsyni, fv. menntamálaráðherra, frá Brekku í Mjóafirði. Vilhjálmur hefur í gegnum tíðina vikið góðu að safninu, m.a. hefur hann gefið því margar bækur auk þess að hlutast til um skjalaafhendingar til þess. Stendur safnið í mikilli þakkarskuld við Vilhjálm.

Bækurnar sem Vilhjálmur færði safninu nú á dögunum eru tólf talsins og eru þær allar ýmist færeyskar eða um Færeyjar.  Um er að ræða vegleg og góð rit sem flest tengjast sögu eyjanna með einum eða öðrum hætti, en einnig er að finna í gjöfinni bæði orðabók, ferðasögu og ljóð. Hér að neðan fylgir listi yfir bækurnar í gjöfinni. 


M.A. Jacobsen & Chr. Matras: Føroysk-Donsk orðabók
Erlendur Patursson: Fiskveiði – Fiskimenn 1850-1939 (1. og 2. bindi)
Sverrir Patursson: Fra færøenes næringsveie
Færeyínga saga (útg. 1972)
Hans Jacob Debes: Politiska søga Føroya
Seyðabrævið (útg. 1971)
V.U. Hammershaimb: Savn úr annaler for nordisk oldkyndighed og historie og antiqarisk tidskrift
Páll J. Nolsøe: Føroya Siglingarsøga 1856-1940. Bind VIII
Hannes Pétursson:Eyjarnar átján. Dagbók úr Færeyjaferð 1965
Hans J. Hanssen: Á brúnni. Yrkingar og hugleiðingar
Arne Nørrevang: Úr Bjargasøguni