Ljósmyndir Sigurðar Blöndal
Birt 2011
Nr. 1
Feðgarnir Sigurður og Benedikt Blöndal árið 1979.
Nr. 2
Frú Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, gróðursetur fyrstu plöntuna í embætti sínu í reit Vestur-Íslendinga á Þingvöllum árið 1980.
Nr. 3
Gestir á Héraðsvöku í Valaskjálf 6. apríl 1973 hlýða á erindi um Jóhannes Kjarval. Fremsta röð frá vinstri: Helga Alfreðsdóttir, Magnús Magnússon, Kristján Gissurarson, Halldór Sigurðsson. Önnur röð: Kristmann Jónsson, Sævar Sigbjarnarson, Líneik Sævarsdóttir, Ása Hafliðadóttir. Þriðja röð: Völundur Jóhannesson, Hrafn Sveinbjarnarson, Þorsteinn Sveinsson, Björn Ágústsson (?). Fjórða röð: Björn Sveinsson, Björn Guttormsson, Þórína Sveinsdóttir, Ljósbrá Björnsdóttir, óþekkt kona, Þórður Jónsson, Orri Hrafnkelsson, Björn Hólm (bak við Orra). Fimmta röð: Ingibjörg Kristmundsdóttir, Bjarney Bjarnadóttir, Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Sigurður Magnússon, Magnús Sigurðsson, Gunnþórunn Benediktsdóttir, Hermann Eiríksson. Sjötta röð: Óþekktur maður, óþekkt kona, Laufey Egilsdóttir, Páll Pétursson, Sæbjörn Eggertsson (á bak við Pál), Einar Halldórsson, Þórarinn Hallgrímsson (?), Víðir Stefánsson, óþekktur maður. Aftast stendur Magnús Einarsson.
Nr. 4
Starfsfólk í Mörkinni á Hallormsstað sumarið 1972.
Nr. 5
Útsýn yfir Vestur-öræfi til Herðubreiðar. Myndin er tekin árið 1981.
Nr. 6
Þingflokkur og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins tekur lagið í heimsókn í Mörkinni á Hallormsstað haustið 1973. Frá vinstri: Óþekkt kona, Eysteinn Jónsson, Steingrímur Hermannsson, óþekkt kona, Helgi Bergs, Þórarinn Þórarinsson, óþekktur maður. Á bakvið sést í Inga Tryggvason.
Nr. 7
Starfsmenn Skógræktar ríkisins í skógarlundi á Búlandsnesi. Myndin er tekin í skemmtiferð starfsmanna í ágúst 1972.
Nr. 8
Í sömu ferð (sjá nr. 08) skoðuðu skógræktarmenn undur Jökulsárlóns.
Nr. 9
Brúin yfir Gilsá á Jökuldal í byggingu árið 1973. Brúarsmiður var Sigurður Jónsson frá Sólbakka.
Nr. 10
Félagsheimilið Fjarðaborg á Borgarfirði eystra. Myndin er tekin 1973.
Nr. 11
Gestir á Kjarvalssýningu í Valaskjálf árið 1973. Frá vinstri: Inga Birna Jónsdóttir formaður Menntamálaráðs, óþekktur maður, séra Einar Þór Þorsteinsson, Steinþór Magnússon. Aftar sést Sigurjón Jónasson á tali við Sigríði Fanneyju Jónsdóttur.
Nr. 12
Á Kjarvalssýningunni árið 1973 gaf að líta málverk og teikningar meistarans frá ýmsum tíma.
Nr. 13
Einn af gestum á Héraðsvökunni árið 1973 var Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra, sem opnaði sýninguna. Hann brá sér einnig í heimsókn í Alþýðuskólann á Eiðum og sést hér á tali við nemanda á stúlknavist.
Nr. 14
Frá fimmtugsafmæli Halldórs Sigurðssonar á Miðhúsum árið 1973. Frá vinstri Helga Alfreðsdóttir, Þorsteinn Sveinsson, Sigrún Halldórsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Edda Björnsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Halldór Sigurðsson, Sigurður Mar Halldórsson , Sveinn Jónsson, óþekkt kona.
Nr. 15
Guðbjörg Kolka forstöðukona í ræðustól á 40 ára afmæli Húsmæðraskólans á Hallormsstað árið 1970. Á fremsta bekk situr Hrafn Sveinbjarnarson ásamt Sigrúnu Blöndal. Til hliðar kennslukonur: Sigrún Brynjólfsdóttir, óþekkt, Vigdís Ólafsdóttir og Guðrún Aðalsteinsdóttir. Aftar í sal má þekkja Hólmfríði og Elínborgu í Hjarðarhlíð, Séra Einar og Sigríði á Eiðum, Jennýju og Guðrúnu Sigurðardætur.
Nr. 16
Vilhjálmur Hjálmarsson formaður skólanefndar Húsmæðraskólans á Hallormsstað ásamt fimm konum sem allar höfðu gengt embætti forstöðukonu . Frá vinstri: Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, Jenný Sigurðardóttir, Guðbjörg Kolka, Vilhjálmur, Ingveldur Anna Pálsdóttir og Ásdís Sveinsdóttir.
Nr. 17
Stemmningsmynd frá kaffidrykkju á 40 ára afmælishátíð Húsmæðraskólans á Hallormsstað árið 1970.
Nr. 18
Skógræktarmenn í heimsókn á Hallormsstað árið 1972. Hér sést Kolbrún Sigurbjörnsdóttir við afgreiðslu veitinga í Mörkinni. Til vinstri Baldur Jónsson starfsmaður Skógræktarinnar. Maðurinn á milli þeirra er óþekktur, lengst til vinstri er Sigrún Einarsdóttir frá Miðhúsum.