Aðalfundur 25.11. 2010
Aðalfundur fulltrúaráðs Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2010.
Haldinn í Kaffi Sumarlínu Fáskrúðsfirði 25. nóvember og hófst kl. 13:00.
Formaður stjórnar Björn Aðalsteinsson setti fund og bauð sérstaklega velkomna nýja félaga í fulltrúaráðinu. Síðan bað hann Magnús Stefánsson að taka við fundarstjórn.
Magnús tók nú við. Bauð hann alla velkomna á Fáskrúðsfjörð. Samþykkt var að Ólafur Eggertsson ritaði fundargerð. Mæting á fundinn 100%
1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2009 – Björn Aðalsteinsson
Hann greindi frá skipan stjórnarinnar og fjölda starfsmanna safnsins. Fjárhagur safnsins er í góðu jafnvægi en gæta þarf fyllsta aðhalds í ljósi erfiðrar stöðu sveitarfélaganna sem að safninu standa. Mikil vinna fór í samninga að nýjum reglum Bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar. Þær voru undirritaðar 11. júlí og hafa þegar tekið gildi. Megin breytingin frá eldri reglum er sú, að það fé sem til bókasafnsins rennur er nú fast hlutfall af starfsfé Héraðsskjalasafnsins, sem frá sveitarfélögunum kemur.
Björn þakkaði samstarf við stjórn og starfsfólk.
Í lok máls síns tilkynnti hann að hann muni ekki taka kosningu til stjórnar nú.
Skýrsla forstöðumanns
Hrafnkell Lárusson fór nánar í störf safnsins þar sem máli formanns lauk.
Fastir starfsmenn eru 3 í 2,75 stöðugildum. Ennfremur var framhaldið skráningarverkefninu. Þar er fólk í hlutastörfum og fór fjöldi starfsfólks í húsinu í 10 og er þá þröngt setið.
Geymsla safnsins við Lyngás verður rýmd fljótlega og safnmunir fluttir í nýfengna geymslu í húsi Arion banka. Kostnaður eykst en safnið fær þarna gott húsnæði. Mikið og gott samstarf hefur haldist meðal héraðsskjalasafna landsins. Ársfundur skjalavarða sem haldinn var á Egilsstöðum á árinu tókst vel og bakaði okkur lítinn sem engan kostnað. Hrafnkell vék að vinnu að flokkun safnmuna, þar sem nokkuð var sett í geymslu. Halda þarf áfram þessari vinnu við fyrstu hentugleika. Forstöðumaður minntist á útgáfu jólakorts safnsins. Síðastliðin jól var Ármann Halldórsson heiðraður, en nú verður Nanna Guðmundsdóttir gestur á jólakortinu.
2. Ársreikningur 2009
Forstöðumaður greindi frá helstu liðum.
Rekstrartekjur samtals: 19.261.925,-
Rekstrargjöld samtals: 19.656.678,-
Hreinar fjármunatekjur: 159.830,-
Tap ársins: 234.923,-
Handbært fé samkvæmt efnahagsreikningi: 4.126.702,-
Rekstrarniðurstöður ársins taka óneitanlega mið af 5% niðurskurði á framlögum sveitarfélaganna þetta árið.
Umræður:
Spurt var um hve mikill hluti af húsnæði safnsins fari undir bókasafn Halldórs og Önnu Guðnýjar. Svar: 60%
Umræður urðu um réttmæti þess að byggðasamlög taki lán. Fremur skuli þau leita til aðildarsveitarfélaganna. Ólafur Sigurðsson vék að nýjum reglum bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar. Hann lýsti óánægju með tiltekin atriði og boðaði bókun undir liðnum „Önnur mál“. Sigmar undirstrikaði að sveitarstjórnir séu jafnan vel upplýstar um rekstur og málefni safnsins.
Skýrsla og reikningar voru nú borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Kaffiveitingar þegnar í boði Fjarðabyggðar.
3. Fjárhagsáætlun 2011
Hrafnkell fór yfir tölur og forsendur. Nokkur óvissa ríkir um hvort náist fram sú hækkun framlaga sveitarfélaga sem fram kemur í áætluninni.
Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
4. Kjör stjórnar og varastjórnar
Fram komu tvær tillögur og var varpað hlutkesti um hvora bera skyldi upp á undan. Fór nú fram kosning með handauppréttingu.
Aðalmenn í stjórn:
Pétur Sörensson, Fjarðabyggð
Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Fljótsdalshéraði
Ólafur Hr. Sigurðsson, Seyðisfjarðarkaupstað
Ólafur Valgeirsson, Vopnafirði
Páll Baldursson, Breiðdalsvík
Kosnir með 31 atkvæði af 37.
Varamenn:
Sigmar Ingason, Fljótsdalshreppi
Ólafur Eggertsson, Djúpavogshreppi
Kosnir með 29 atkvæðum af 37.
5. Fulltrúar í stjórn bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar
5 liður felldur niður þar sem breytingar hafa orðið á reglum bókasafnsins þar að lútandi.
6. Skoðunarmenn
Fyrri skoðunarmenn endurkjörnir [Sigurjón Jónasson og Ómar Bogason].
7. Önnur mál
a) Björn Aðalsteinsson lagði til að vísað yrði til stjórnar að endurskoða samþykktir Héraðsskjalasafnsins í ljósi breytinga sem orðið hafa á rekstrarumhverfi þess, m.a. varðandi þetta á fjölda stjórnarmanna.
Samþykkt samhljóða.
b) Björn gerði grein fyrir lokum vinnu við nýjar reglur Bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar. Þá greindi hann frá bréfasendingum forstöðumanns, SSA og stjórnar Héraðsskjalasafnsins þessu viðkomandi. Hrafnkell fór yfir sína hlið málsins. Ólafur Sigurðsson lýsti óánægju með ákveðin atriði í nýjum reglum bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar og að hafa ekki verið kallaður til sem stjórnarmaður í bókasafninu. Harmaði hann að þetta mál hefur spillt samvinnu stjórnar og forstöðumanns. Þá lagði Ólafur fram tillögu að samþykkt. Pétur Sörensson sagði það sína skoðun að losna þurfi án tafar við öll afskipti fulltrúa erfingja og 7% framlag sé vel í lagt og mætti í framtíðinni lækka. Ragnhildur Rós tók undir orð Péturs. Ólafur Valgeirsson benti á kvaðir sem fylgdu bókagjöfinni og gagnrýndi vöxt bókasafnsins innan Héraðsskjalasafnsins meðan framlög voru án tengsla við framlög sveitarfélaganna. Rætt var um afgreiðslu á tillögu Ólafs Sigurðssonar og Ólafur Eggertsson vék að störfum samninganefndarinnar síðastliðið vor og sumar. Fleiri tjáðu sig m.a. um afgreiðslu framkominnar tillögu.
Á næstu blaðsíðu [hér að neðan] má sjá nefnda tillögu sem var samþykkt með 31 atkvæði af 37. Áður hafði verið felld breytingartillaga varðandi lokamálsgrein tillögunnar.
Samþykkt fulltrúaráðs Héraðsskjalasafns Austfirðinga
Aðalfundur fulltrúaráðs Héraðsskjalasafns Austfirðinga haldinn á Fáskrúðsfirði 25. nóvember 2010 gerir eftirfarandi samþykkt um málefni Bókasafns Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur:
Bókasafn Halldórs og Önnu Guðnýjar skal hér eftir sem hingað til vera hluti af Héraðsskjalasafni Austfirðinga sem beri ábyrgð á viðhaldi þess og uppbyggingu.
Umgjörð bókasafnsins og meðferð þess taki mið af gildandi lögum um almenningsbókasöfn (nr. 36/1997) og safnalögum (nr. 106/2001). Stjórn Héraðsskjalasafnsins setji nánari vinnureglur um meðferð bókasafnsins í samráði við forstöðumann stofnunarinnar.
Bókasafninu verði framvegis tryggt árlegt framlag til viðhalds safnsins. Nemi það framlag 7% af árlegu framlagi aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins um Héraðsskjalasafnið til stofnunarinnar.
Bókasafnið skal ávallt bera nafn gefenda upprunalegu bókagjafarinnar og nefnast: Bókasafn Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Með þessari samþykkt falla úr gildi allar fyrri reglusetningar um Bókasafn Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur.
c) Ólafur Sigurðsson bauð til næsta aðalfundar fulltrúaráðs að ári. Var því vel tekið.
Fundarstjóri og fráfarandi stjórnarmaður Magnús Stefánsson þakkaði fyrir gott samstarf. Sævar Sigbjarnarson þakkaði sömuleiðis fyrir samstarfið og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar.
Fundargerð lesin.
Fundi slitið kl. 17:00.
Björn Aðalsteinsson [sign]
Magnús Stefánsson [sign]
Páll Baldursson [sign]
Ólafur Sigurðsson [sign]
Ragnhildur Indriðadóttir [sign]
Sigmar Ingason [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]
Ólafur Valgeirsson [sign]
Sævar Sigbjarnarson [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Ólafur Eggertsson [sign]