Aðalfundur 9.12. 2008
Aðalfundur fulltrúaráðs héraðsskjalasafnsins
haldinn í Gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík,
þann 9. desember 2008.
Mættir voru: Björn Aðalsteinsson, Magnús Stefánsson, Sævar Sigbjarnarson, Ólafur H. Sigurðsson, Ólafur Valgeirsson, Ólafur Eggertsson, Páll Baldursson, Sigmar Ingason og Hrafnkell Lárusson forstöðumaður.
Fundur hófst kl. 13:20
Formaður setti fundinn og lýsti ánægju sinni með fundarstaðinn og óskaði Breiðdælingum til hamingju með enduruppbyggingu hússins.
Mæting er 100%
Hrafnkell Lárusson, forstöðumaður frá byrjun árs, boðinn velkominn.
Páll Baldursson skipaður fundarstjóri og Ólafur Eggertsson og Hrafnkell Lárusson fundarritarar.
Páll tók við fundarstjórn.
1. Skýrsla stjórnar
Árið 2007 var erfitt vegna fráfalls fyrrverandi forstöðumanns, Hrafnkels A. Jónssonar, og undangenginna veikinda hans. Aðrir starfsmenn leystu starfsemina farsællega með aðstoð frá stjórn.
Ársskýrsla 2007
Hrafnkell Lárusson fór í gegn um skýrsluna í megin liðum. M.a. nefndi hann frábært starf Arndísar og Guðgeirs. Undir þau orð tók fundurinn heilshugar.
2. Afgreiðsla ársreiknings
Björn fór í gegn um ársreikning 2007. Nokkrar tölur: Hagnaður ársins 1.263.818 kr. sem er afar góður viðsnúningur frá fyrra ári. Handbært fé 2.708.766 kr. á móti 1.644.118 kr. 2006.
Samþykktur samhljóða.
3. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar
Rekstrartekjur árgjöld sveitarfélaga 17.129 þúsund. Sama og 2008.
Aðrar tekjur (Þjóðskjalasafn) 9.492 þúsund.
Rekstrargjöld alls 26.544 þúsund (hækkun launaliðar).
Hagnaður ársins 126.504 kr.
Samþykkt samhljóða.
4. Kjör stjórnar og varastjórnar
Óbreytt aðalstjórn og varastjórn með þeirri breytingu að Páll Baldursson tekur sæti Ólafs Sigurðssonar.
5. Kjör tveggja fulltrúa í stjórn Bókasafns Halldórs Ásgrímssonar Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur
Í stjórn bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar: Arndís Þorvaldsdóttir og Magnús Þorsteinsson.
Umræður um væntanlegan samráðsfund um stöðu bókasafnsins innan Héraust.
6. Kjör endurskoðenda
KPMG verður áfram endurskoðunarfyrirtæki safnsins.
Ómar Bogason og Sigurjón Jónasson endurkjörnir skoðunarmenn reikninga.
7. Önnur mál
Með vísan í umræður um ársskýrsluna var gerður góður rómur að þeirri hugmynd að forstöðumaður taki saman og kynni stjórn ársskýrslu fyrri hluta hvers árs.
Sigmar Ingason bauð til næsta fulltrúaráðsfundar í Fljótsdal að ári. Var því tekið með þökkum.
Ólafur Sigurðsson þakkaði fyrir gott samstarf í stjórn og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar.
Magnús Stefánsson hvatti til að horft yrði til sértekna og styrkja þar sem unnt er. Hrafnkell greindi frá stöðunni og framtíðarhorfum varðandi skráningarverkefnið frá Þjóðskjalasafni. Núverandi samningur mun væntanlega ná til loka 2009.
Hrafnkell flutti upplýsandi tölu um Bókasafn Halldórs og Önnu Guðnýjar. Kom að gjafabréfinu frá þeim tíma að það var afhent – stöðu bókasafnsins gagnvart annarri starfsemi Heraust. Innkaupastefna og útlánareglur eru í vinnslu.
Formaður Björn Aðalsteinsson þakkaði Ólafi Sigurðssyni fyrir samstarf og bauð Pál Baldursson velkominn.
Páll bauð að sýna okkur húsið að fundi loknum.
Fundi slitið kl. 15:20
Ólafur Eggertsson [sign]
Páll Baldursson [sign]