Skip to main content

admin

Stjórnarfundur 8.5. 2008

Fundargerð, 8. maí 2008


Fullskipuð stjórn (÷ Ólafur Sigurðsson, boðaði forföll) ásamt forstöðumanni mættust í Safnahúsinu Egilsstöðum kl. 13, að afloknum hádegisverði.
Formaður setti fund og bauð menn velkomna.

1. Afgreiðsla ársreiknings 2007.
Formaður skýrði reikningana ásamt skýringum við staka liði. Eftir umræður og ábendingar, m.a. um framlag til bókasafnsins, voru ársreikningarnir samþykktir samhljóða.
2. Fjármál safnsins.
Hrafnkell kvað stöðuna allgóða, en viðræður hafa átt sér stað við Fljótsdalshérað um ákvörðun þeirra að skera framlag sitt fyrir yfirstandandi ár niður um 1 milljón. Þessi ákvörðun Fljótsdalshéraðs telst þó ekki endanleg og við væntum að viðunandi lok verði á málinu.
3. Björn sagði frá vinnu undirbúningshóps um frekari uppbyggingu safnahússins – skipan hans og vinnu.
4. Hrafnkell sagði frá stöðu innsláttarverkefnis manntala. Þar gengur vel í heildina sagt og aðilar leggja sig fram að allt takist sem best.
5. Ennfremur sagði Hrafnkell frá nýrri heimasíðu safnsins sem opnuð var 1. maí sl. Síðan hefur fengið góða dóma. Aðstaða safngesta hefur verið bætt með því að setja upp tölvu þar sem þeir hafa aðgang að gagnagrunnum sem eru viðkomandi gögnum og efni safnsins. Nemendur M.E. hafa nýtt sér safnið í auknum mæli.
6. Erindi Helga Hallgrímssonar sem kynnt var stjórnarmönnum.
Helgi viðrar hugmyndir sínar um Sigfúsarsafn og eigin fræðirit. Hrafnkell ræddi efnið og lagði til að Héraðsskjalasafnið bjóðist til að taka gögn til varðveislu þar til sérstakt safn verði stofnað er sinni verkefninu. Ekki er þó unnt að svo stöddu að leggja fram fé vegna þessa. Stjórnin tekur undir hugmyndirnar eftir því sem rými og hagur safnsins leyfa. Samþykkt var að senda Helga bréf og bjóða honum að ræða við forstöðumann um mögulega aðkomu safnsins að málinu.
7. Bréf Ólafíu Jóhannsdóttur vegna Samtaka Eiðavina, um stofnun Sögustofu á Eiðum.
Umræður urðu sem leiddu til þeirrar niðurstöðu að forstöðumanni er falið að ræða hvert mál sem berst vegna samtakanna. Gætt skal fyllstu öryggissjónarmiða þegar kemur til útlána muna safnsins.
8. Önnur mál.
a. Hrafnkell fjallaði um geymslumál safnsins. Á Lyngási eru mikil þrengsli og fara síst batnandi.
b. Vinna að nýjum skjalavörslukerfum Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs er í gangi. Hrafnkell fór ásamt starfsmanni Þjóðskjalasafns í Fjarðabyggð vegna þessa.
c. Hrafnkell drap á kynnisferð sem hann fór í til skoðunar skjalasafna á Norðurlandi.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið.

Björn Aðalsteinsson [sign]    Magnús Stefánsson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]
Ólafur Valgeirsson [sign]     Sigmar Ingason [sign]
Sævar Sigbjarnarson [sign]    Ólafur Eggertsson [sign]