Skip to main content

admin

Gestafjöldi og nýjar bækur í safninu

Gestir safna eru miklivægir þátttakendur í að móta starfsemi þeirra. Til að skjalasafn þjóni hlutverki sínu sem skyldi þarf starfsfólk þess að leitast við að mæta kröfum og væntingum gestanna og greiða úr erindum þeirra eins vel og efni og aðstæður leyfa. Þetta verður að vera metnaðarmál starfsfólksins. En það þarf ekki aðeins að sinna safngestum og þekkja þarfir þeirra, það er líka mikilvægt fyrir hvert safn að hafa raunhæfa hugmynd um fjölda gesta.

Nú þegar árið er næstum hálfnað er vert að gjóa augum aðeins um öxl og taka saman tölur um aðsókn á árinu. Í pistli sem nálgast má hér á forsíðu heimasíðunnar er greint frá breyttum aðferðum við talningu gesta héraðsskjalasafnsins og niðurstöðum sem koma nokkuð á óvart.

Undir flokknum Fróðleikur á forsíðunni má svo sjá uppkast af bókalista yfir bækur sem keyptar hafa verið til safnisins á árinu. Nákvæmari listi mun birtast síðar.

Nú eru næstum tveir mánuðir liðnir síðan ný heimasíða Héraðsskjalasafns Austfirðinga var opnuð. Á þeim tíma höfum við birt tvær myndasýningar (opnunarsýningu og sumarsýningu). Við höfum látið fylgja með upplýsingar með myndunum eins og efni og aðstæður hafa leyft, en við sumar þeirra hefur upplýsingar skort. Okkur hafa borist margar ábendingar vegna mynda í sýningunum hér á síðunni og höfum við uppfært myndatexta í samræmi við nýjar upplýsingar. Sá áhugi sem fólk hefur sýnt heimasíðu safnsins, og þó einkum ljósmyndasýningunum, er afar ánægjulegur og hvetjandi fyrir okkur.