Reglur og leiðbeiningar
Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 mynda lagaramma fyrir skjalavörslu ríkis og sveitarfélaga. Á grundvelli laganna setur Þjóðskjalasafn Íslands reglur um skjalavörslu opinberra aðila og gefur út leiðbeiningar.
Þar sem héraðsskjalasöfn starfa er skjalavarsla sveitarfélaga jafnframt bundin af reglugerð nr. 283/1994 um héraðsskjalasöfn. Héraðsskjalasöfn fara með hlutverk Þjóðskjalasafns gagnvart þeim sveitarfélögum sem undir þau heyra.
Handbækur, reglur og leiðbeiningar um skjalavörslu
Ýmsar gagnlegar leiðbeiningar og eyðublöð um skjalavörslu sveitarfélaga og stofnana þeirra má nálgast á vef Þjóðskjalasafns Íslands.
Handbók um skjalavörslu sveitarfélaga kom út árið 2010.
Unnið er að endurskoðun leiðbeiningarrita og reglna um skjalavörslu í kjölfar nýrra laga um opinber skjalasöfn.
Eftirtaldar reglur tóku gildi 1. júlí 2015:
Reglur um skjalavistunaráætlanir afhendingarskyldra aðila nr. 571/2015.
Reglur um málalykla afhendingarskyldra aðila nr. 572/2015.
Reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila nr. 573/2015.
Með gildistöku þessara reglna falla úr gildi eldri reglur frá árinu 2010. Reglur settar skv. eldri lögum halda engu að síður gildi sínu.