Skip to main content

admin

Um skjalavörslu

Sumir telja að héraðsskjalasöfn varðveiti mestmegnis gömul bréf eða söguleg skjöl en því fer fjarri. Eins og kemur fram í lögum um opinber skjalasöfn er markmið laganna að „tryggja myndun, vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.“

Vönduð skjalavarsla er mikilvægur þáttur í góðri stjórnsýslu. Héraðsskjalasöfn gegna veigamiklu hlutverki í þessu sambandi, meðal annars með því að vera ráðgefandi aðili um góða skjalastjórn. Regluleg samskipti við aðildarsveitarfélög safnsins og stofnanar á þeirra vegum skipta því máli bæði fyrir Héraðsskjalasafnið og sveitarfélögin.

Sveitarfélög sem eru aðilar að rekstri héraðsskjalasafns eiga að afhenda skjöl sín þangað þegar þau eru orðin 30 ára eða eldri.

Skoða hverjir eru afhendingarskyldir aðilar.

Skoða leiðbeiningar um skjalavörslu.