Skip to main content

admin

Nýjar reglur um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang skjala

Þann 1. júlí 2015 tóku gildi endurskoðaðar reglur frá Þjóðskjalasafni Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala.

Endurskoðaðar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala hafa verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda.  

Endurskoðun reglna Þjóðskjalasafns Íslands er gerð í kjölfar nýrra laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Breytingar sem gerðar voru frá fyrri reglum snúa einkum að vísun í ný lög en einnig eru greinar sameinaðar og orðalagi breytt til að gera reglurnar skýrari. Unnið er að endurskoðun leiðbeiningarrita og munu þau verða gefin út á vef Þjóðskjalasafns á næstunni. Þá er jafnframt unnið að endurskoðun á öðrum reglum safnsins og verða þær auglýstar til umsagnar á haustmánuðum.

Eftirtaldar reglur tóku gildi 1. júlí 2015:

Reglur um skjalavistunaráætlanir afhendingarskyldra aðila nr. 571/2015.

Reglur um málalykla afhendingarskyldra aðila nr. 572/2015.

Reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila nr. 573/2015.

Með gildistöku þessara reglna falla úr gildi eldri reglur frá árinu 2010. Reglur settar skv. eldri lögum halda engu að síður gildi sínu.