Skip to main content

admin

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 öðluðust gildi 15. júlí 2018. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Með nýju lögunum var innleidd í íslenskan rétt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, eins og hún hefur verið aðlöguð að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (e. Regulation (EU) 2016/679 of the European Parliament and of the Council).

Lögin koma við starfssvið opinberra skjalasafna með ýmsum hætti. Þó er mikilvægt að hafa í huga að lög um opinber skjalasöfn ganga oftast nær fyrir persónuverndarlögunum þar sem í þeim eru skilgreindar sérstakar reglur og verkefni sem skjalasöfnunum eru farin. Þannig gildir til dæmis rétturinn til að gleymast, eins og hann er skilgreindur í persónuverndarlöggjöf, ekki um skjöl sem opinberum aðilum og skjalasöfnum ber að varðveita lögum samkvæmt.