Skip to main content

admin

Myndasýning um atvinnulíf

Ný myndasýning er komin inn á heimasíðu héraðsskjalasafnsins. Sýningin ber yfirskriftina "Atvinna á sjó og landi". Myndirnar í sýningunni eru flestar frá fjórum síðustu áratugum 20. aldar. Eins og nafnið gefur til kynna er meginefni sýningarinnar myndir af fólki við ýmis störf. Þessi sýning opinberar þær sviptingar sem hér hafa orðið í atvinnurekstri á þessu tímabili því flest fyrirtækin sem hér koma við sögu heyra nú sögunni til. Inn á milli í sýningunni eru svo nokkrar myndir úr austfirsku menningarlífi. Töluvert er af óþekktu fólki á myndunum og eru ábendingar vel þegnar um hverjir þarna eru. Ábendingum er hægt að koma á framfæri á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471 1417.