Ný myndasýning
Þá er komin ný myndasýning inn á vef héraðsskjalasafnsins, en nokkuð er um liðið síðan síðast var sett inn sýning. Nýja sýningin ber yfirskriftina Sjómennska og samkomur og eru í henni myndir sem spanna tímabilið frá upphafi til loka 20. aldar. Myndefnin í sýningunni eru þó mun margvíslegri en yfirskriftin gefur til kynna því hugtakið "samkomur" er hér notað í mjög víðum skilningi auk þess sem inn á milli eru myndir sem hvorki eru teknar af sjómennsku né samkomum. Töluvert er af óþekktu fólki á myndunum og eru ábendingar vel þegnar um hverjir þarna eru. Ábendingum er hægt að koma á framfæri á netfangið