Skip to main content

admin

Minningar um torfhús

Sýning á ljósmyndum sem franski fornleifafræðingurinn Sandra Coullenot hefur tekið vítt og breitt um Ísland af gömlum byggingum.

Á neðstu hæð Safnahússins hefur verið sett upp ný ljósmyndasýning sem ber yfirskriftina Minningar um torfhús. Á sýningunni eru 25 ljósmyndir sem Sandra hefur tekið af torfhúsum, eyðibýlum og öðrum húsum sem hafa tilvísun í torhús.

Ljósmyndirnar eru hluti af doktorsverkefni Söndru en í rannsóknum sínum skoðar hún meðal annars hvort og hvernig torfhús hafa haft áhrif á íslenska sagnahefð og notar til þess bæði aðferðir þjóðfræði og fornleifafræði.

Sandra vonast til að sýningin veki upp minningar og hugrenningar sem sýningargestir tengja við torfhús. Sérstakur minningarkassi er á sýningunni og eru gestir hvattir til að skrifa hugrenningar sínar á miða sem hægt er að stinga í kassann.

Sýningin er á neðstu hæð Safnahússins fyrir framan Héraðsskjalasafnið og mun standa fram í júní. Sýningin er sett upp í samstarfi við Minjasafn Austurlands og Gunnarsstofnun.