Skip to main content

admin

Þorpið á Ásnum

Sýning í tilefni af 70 ára afmæli Egilsstaðahrepps verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. júní kl. 15:30. Sýningin verður opin til 15. september.

Sýning í Sláturhúsinu 17. júní - 30. september 2017

Um þessar mundir eru 70 ár síðan Egilsstaðahreppur var formlega stofnaður með lögum frá Alþingi
og þorp tók að myndast við Gálgás. Af því tilefni hafa Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Minjasafn
Austurlands tekið höndum saman og sett upp sýningu sem ber yfirskriftina Þorpið á Ásnum. Á
sýningunni eru til sýnis munir, ljósmyndir, skjöl, hljóð- og myndefni úr fórum safnanna tveggja sem
allt tengist sögu Egilsstaða á einn eða annan hátt. Hönnuður sýningarinnar er Perla Sigurðardóttir.

Sýningin er styrkt af Fljótsdalshéraði.