Skip to main content

admin

Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld

30. október - 12. desember

Sýning með teikningum eftir myndlistarnema unnar uppúr lýsingum á eftirlýstu fólki í Alþingisbókum Íslendinga.

Á sýningunni má sjá teikningar eftir nema við Myndlistarskólann í Reykjavík unnar uppúr lýsingum á eftirlýstu fólki sem birtust í Alþingisbókum Íslendinga frá 17. og 18. öld. Við opnunina þann 30. október fjallaði Daníel G. Daníelsson sagnfræðingur um rannsóknir sínar á efninu og dró fram í dagsljósið nokkra eftirlýsta Austfirðinga.

eftirlystir mynd