Sveitalíf - Heimagrafreitir
13. nóvember 2021 - 31. desember 2021
Norræni skjaladagurinn er haldinn víða um Norðurlönd, jafnan annan laugardag í nóvember. Í tilefni dagsins eru til sýnis skjöl sem tengjast heimagrafreitum á Austurlandi.
Þema Norræna skjaladagsins í ár er „Sveitalíf“ og hér á Héraðsskjalasafni Austfirðinga var ákveðið í því samhengi að beina sjónum að heimagrafreitum, sem eru algengari í umdæmi Héraðsskjalasafns Austfirðinga en víðast annarsstaðar.
Tekin hafa verið saman nokkur sköl sem til sýnis eru í sýningarkassa í anddyri á neðstu hæð Safnahússins á Egilsstöðum. Skjölin sem verða til sýnis út árið eru þessi:
1. Konunglegt leyfisbréf til Halls Einarssonar og Gróu Björnsdóttur, Rangá, til að gera heimagrafreit árið 1893. (Eink 1-8)
2. Konunglegt leyfisbréf til Solveigar Sigurðardóttur, Sleðbrjót, til að gera heimagrafreit árið 1895. (Eink 559-26)
3. Bók heimilisgrafreits á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. (Eink 1-17)
4. Eyðublað fyrir upplýsingar um heimagrafreiti, ætlað próföstum til útfyllingar. (Stofn 125, Kirk 54-1)
5. Tvær ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Austurlands af heimagrafreitnum að Rangá í Hróarstungu.