Skip to main content

admin

Norræni skjaladagurinn

Þann 8. nóvember n.k. er Norræni skjaladagurinn. Frá árinu 2001 hafa opinber skjalasöfn á Norðurlöndum nýtt annan laugardag í nóvember til að kynna starfsemi sína. Í ár er yfirskrift skjaladagsins "Gleymdir atburðir". Skjaladagurinn er með heimasíðu og er slóðin: www.skjaladagur.is Þó Héraðsskjalasafn Austfirðinga taki ekki þátt í formlegri dagskrá skjaladagsins þetta árið verður safnið opið laugardaginn 8. nóvember frá kl. 13-16. Forstöðumaður safnsins mun þá taka á móti gestum, kynna starfsemina og svara spurningum um hana. Til sýnis verða skjöl og myndir sem tilheyra safnkosti héraðsskjalasafnsins.