Skip to main content

admin

Bókavaka

Safnahúsið á Egilsstöðum boðar til austfirskrar bókavöku, föstudaginn 3. desember kl. 20.30.

Lesið verður upp úr ljóðabókum Jörgens Kjerúlf, Hallgerðar Gísladóttur og Stefaníu Gísladóttur.

Vilhjálmur Hjálmarsson, Helgi Guðmundsson, Guðjón Sveinsson og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir lesa upp úr verkum sínum.

Einnig verður lesið upp úr skáldsögunum Karítas, án titils og Klisjukenndum.

Kaffi og piparkökur í boði Bókasafns Héraðsbúa.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

Minnt er á Jólagleði Safnahússins, föstudaginn 17. desember, kl. 17.00-19.00.

Jólasögur í baðstofunni á safninu, kakó, lummur og jólakortasýning. Fólk á öllum aldri velkomið.

 

Starfsfólk Safnahússins á Egilsstöðum