Skip to main content

admin

Skjaladagur - Hús og heimili

Yfirskrift skjaladagsins árið 2017 er Hús og heimili. Á vef skjaladagsins eru tvær greinar um Húsmæðraskólann á Hallormsstað, byggingu hans og daglegt líf í skólanum.

Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin standa sameiginlega að gerð vefsins til að kynna norræna skjaladaginn 11. nóvember. Yfirskrift skjaladagsins árið 2017 er Hús og heimili. Fjallað er um skjöl og skjalaflokka sem tengjast húsum, húsagerð, híbýlum, heimilishaldi og innanstokksmunum í víðum skilningi. Á vefnum má finna ýmis dæmi um heimildir í vörslu opinberra skjalasafna sem tengjast þema dagsins með einhverjum hætti.

Framlag Héraðsskjalasafns Austfirðinga eru tvær greinar um Húsmæðraskólann á Hallormsstað:
Húsmæðraskólinn á Hallormsstað – skólaheimili innréttað
Daglegir hættir í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað