Skip to main content

admin

Gamla hverfið á ásnum - Tillaga að verndarsvæði í byggð

  9. nóvember 2021 - 31. janúar 2022

Á veggjum Safnahússins er nú að finna sýningu um upphaf þéttbýlisins á Egilsstöðum á fimmta og sjötta áratug 20. aldarinnar í tengslum við verkefni um verndarsvæði í byggð.

Sveitarfélagið Múlaþing (áður Fljótsdalshérað) hefur um skeið unnið að undirbúningi verndarsvæðis í byggð á Egilsstöðum, eftir lögum nr. 87/2015. Tillagan var kynnt á vinnslustigi í nóvember og hefur nú verið auglýst formlega. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 31. janúar, en upplýsingar um tillögun má nálgast á vef Múlaþings.

Hluti af kynningarferlinu er sýning sem sett hefur verið upp á neðstu hæðinni í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Þar má sjá kynningarspjöld þar sem farið er yfir sögu svæðisins, einkenni, byggingarlist og annað sem snýr að áformaðri friðlýsingu. Einnig er hægt að fletta í gegnum fornleifaskráningu og húsakönnun svæðisins, svo eitthvað sé nefnt.