Skip to main content

admin

Samstarf Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Þekkingarnets Austurlands (ÞNA)

Fulltrúar Þekkingarnets Austurlands og Héraðsskjalasafns Austfirðinga skrifuðu þann 12. október sl. undir vinnureglur um samstarf sín á milli. Með vinnureglunum leggja stofnanirnar grunn að frekara samstarfi í framtíðinni með það að markmiði að styrkja þær faglega og bæta um leið þjónustu beggja stofnana við samfélagið á Austurlandi.

Einn meginþáttur samstarfsins héraðsskjalasafnsins og ÞNA  er að stofnanirnar munu í sameiningu byggja upp námsbókasafn sem nýtast mun austfirskum fjarnemum. Jafnframt munu ÞNA og héraðsskjalasafnið deila upplýsingum og fagþekkingu á ýmsum sviðum, auk þess sem stofnanirnar munu sameina krafta í kynningu á starfsemi sinni.  

Umsjónaraðili samstarfsins fyrir hönd ÞNA er Laufey Eiríksdóttir, verkefnastjóri háskólanáms, og fyrir hönd héraðsskjalasafnsins hefur Hrafnkell Lárusson, forstöðumaður safnsins, umsjón með samstarfinu.