Skip to main content

admin

Safnahúsið á Dögum myrkurs

Safnahúsið tekur þátt í Dögum myrkurs með dagskrá sem verður í safninu laugardaginn 14. nóvember kl. 16.00

Minnst verður 125 ára fæðingarafmælis skáldsins Arnar Arnarsonar með dagskrá tileinkaðri skáldinu. Umsjón með henni hafa Áslaugar Sigurgestsdóttur og Arndísar Þorvaldsdóttur. Norræna skjaladaginn ber upp á þennan sama dag og er þema hans “Konur og kvenfélög”. Af því tilefni verður sýning á gögnum úr fórum austfirskra kvenfélaga og myndum af konum í leik og starfi. Þennan dag lýkur svo sumarsýningu Minjasafnsins, Ást í 100 ár, með því að ástarhjörtu Ríkeyjar Kristjánsdóttur verða tekin niður og seld hæstbjóðanda.