Skip to main content

admin

Úr starfi safnahússins

Síðastliðinn laugardag var mikið um að vera í safnahúsinu enda tilefnin mörg. Minnst var 125 ára ártíðar skáldsins Arnar Arnasonar, sumarsýningu minjasafnsins lauk formlega og sett var upp sýning í tilefni af Norræna skjaladeginum. Veigamest í af því sem boðið var uppá var lesin og sungin dagskrá tileinkuð Erni Arnarsyni. Arndís Þorvaldsdóttir og Áslaug Sigurgeststdóttir höfðu veg og vanda af þeirri dagskrá. Sér til aðstoðar höfðu þær sönghópinn Hjartafimmurnar auk þess sem fleiri komu að lestri ljóða og æviágrips skáldsins. Sérstaka athygli vakti þegar Páll Pálsson frá Aðalbóli kvað hluta af rímum um Odd sterka eftir skáldið. Gestir voru alls um 50 talsins, sumir langt að komnir. Í dag er svo mikið líf í safnahúsinu en fjöldi grunnskólabarna sækir söfnin heim í tilefni af Degi íslenskrar tungu.