Skip to main content

admin

Ættir Austfirðinga

Nú eru liðin rétt 40 ár síðan lokið var við að gefa út Ættir Austfirðinga eftir sr. Einar Jónsson frá Hofi í Vopnafirði. Þó langt sé um liðið frá útgáfunni er enn hægt að nálgast eintök af Ættum Austfirðinga og er áhugasömum bent á að hafa samband við starfsfólk héraðsskjalasafnsins hafi það áhuga á að kaupa eintak.  

Þetta mikla verk Einars var búið að vera til í handriti um allnokkurt skeið áður en til kom að það væri gefið út. Höfundur segir frá því í inngangi fyrsta bindis að hann hafi verið byrjaður að leggja drög að þessu verki strax á áttunda áratug 19. aldar, en Einar var fæddur árið 1853. Inngangurinn sem hér er nefndur er dagsettur 23. apríl 1929 og er því skrifaður 24 árum áður en fyrsta bindið kom út. Einar lést árið 1931. Það var ekki fyrr en á árunum 1953 til 1968 sem Austfirðingafélagið í Reykjavík gaf Ættir Austfirðinga út og komu verkið út í alls níu bindum. Það hefur alla tíð síðan verið ein mikilvægasta heimildin um ættfræði fjórðungsins.