Skip to main content

admin

Nýir starfsmenn við manntalsskráningu

Um miðjan febrúar sl. var auglýst eftir starfsfólki til að starfa við manntalsskráningu í Héraðsskjalasafni Austfirðinga, en um er að ræða verkefni sem verið hefur í gangi frá 1. mars 2008 og er unnið undir yfirumsjón Þjóðskjalasafns Íslands. Alls bárust 20 umsóknir um störfin og töluverður fjöldi fyrirspurna þar fyrir utan. Í dag, mánudaginn 2. mars, hófu Ösp Ásgeirsdóttir, Sigurveig Signý Róbertsdóttir, Hulda Þráinsdóttir og Nicole Zelle störf við manntalsskráninguna. Þær Ösp, Sigurveig og Hulda eru nýjar í starfi en Nicole hefur starfað við verkefnið undanfarið ár. Eru þær boðnar velkomnar til starfa.